EEA User Agreement

EES notendasamningur

Síðast uppfært: 1. nóvember 2017

Notendasamningur þessi nær til Circle notenda innan evrópska efnahagssvæðisins (“EES“) Boðið er upp á þýðingu þessa notendasamnings þér til þæginda og hægt að nálgast hann í gegnum valmöguleikann efst á þessari síðu.

Ef þú skráir þig inn á Circle á eða eftir 1. nóvember 2017, tekur þessi notendasamningur gildi samstundis. Ef þú skráðir þig inn á Circle fyrir 1. nóvember 2017, tekur þessi notendasamningur gildi þann 1. nóvember 2017, og verður samningurinn í gildi til dagsetningar sem hægt er að finna hér. Þrátt fyrir áðurnefnt, taka reglur og skilmálar tengt Bitcoin skráð í kassanum hér fyrir neðan gildi fyrir alla notendur samstundis.

Þessi notendasamningur (“Samningur“) er samningur á milli þín og Circle UK Trading Limited (“Circle“, „við“ eða „okkar“) gildir til notkunar á vöru og þjónustu Circle (“Þjónusta“). Áður en þú skráir þig fyrir reikning á Circle eða til notkunar á þjónustu, verður þú að lesa og samþykkja allar reglur og skilmála sem eru innifaldar í þessum samning sem og okkar Friðhelgis stefna, Vafraköku stefna, og E-Sign samþykki, og þú viðurkennir og samþykkir að þú sért bundin(n) þessu samkomulagi og stefnum. Með því að viðurkenna þennan samning staðfestir þú að þú skiljir og samþykkir að vera bundin(n) skilmálum hans. Hluti 23 þessa samnings fer yfir það hvernig þessi samningur gæti breyst með tíma. Textinn í boxum í þessum samningi er hér til að aðstoða þig að skilja samninginn, en er ekki hluti samningsins. Ef eftir lestur þessa samnings í heild sinni, þú sért enn óviss um eitthvað eða þú hafir spurningar, vinsamlegast hafðu samband bið þjónustu.

Vinsamlegast prentið eða vistið eintak af þessum samning fyrir skrár þínar.

Til að sjá hvaða skilmálar hafa breyst sökum uppfærslu á notendasamningnum, vinsamlegast skoðið upplýsingaboxið sem er við enda þessa notendasamnings

Circle UK Trading Limited, skrifstofa skráð hjá White Collar Factory, 1 Old Street, London, EC1Y 8AF, er heimilað af fjármálayfirvöldum (https://register.fca.org.uk) undir rafrænu fjármagns reglugerðum 2011 til að bjóða upp á rafrænt fjármagn, skráningarnúmer 900480. Circle er heimilt að bjóða upp á þjónustu í öllum 31 EES löndum í samræmi við „passport“ milliríkjaþjónustu, en smáatriði þess má finna í skráningu hjá fjármálayfirvöldum. Circle er einnig skráð hjá Upplýsingastofu Bretlands (https://ico.org.uk/), með skráningarnúmer ZA176325.

1. Hæfni

Þú þarft að vera einstaklingur eldri en 13 ára gamall og vera búsettur innan EES til að samþykkja þennan samning. Til að tengja bankareikning þinn eða kortanúmer við Circle reikning, þarft þú að vera amk 18 ára. Þú getur ekki tengt viðskiptabankareikning eða kort við Circle og Circle styður ekki í augnablikinu við viðskipta eða kaupmanns reikninga (jafnvel þótt þú tengir við persónulegan bankareikning eða kort). Notkun ákveðinnar þjónustu gæti þarfnast frekari upplýsingar um kjörgengi sem þarf að staðfesta áður en þú notar þjónustuna. Athugið að Circle gæti ekki stutt við allar kortategundir (debetkort, kreditkort, endurgjaldskort, fyrirframgreitt kort, osfrv.) í öllum þeim lögumdæmum sem það starfar í. Fyrir frekari upplýsingar á tegund þeirra korta sem studd eru í þínu landi, vinsamlegast skoðið Aðstoðargrein.

Ef þú ert undir 18 ára aldri og vilt tengja við bankareikning eða kort, vinsamlegast hafðu samband við þjónustu. Athugið að við getum ekki útvegað alla eða hluta okkar þjónustu til ákveðinna einstaklinga eða staða ef, til dæmis, slíkt væri gert, væri brot á lögum í tengslum við okkar þjónustu í þeim kringumstæðum.

Allir Circle reikningar sem búnir eru til eftir 7. desember, 2016 eru tilgreindir í annaðhvort evrum eða sterlingspundum og þú hefur því ekki lengur þann valmöguleika að opna Circle reikning með Bitcoin..

Ef þú hefur nú þegar reikning tilgreindan í Bitcoin og breytir reikningnum þínum í Circle reikning tilgreindan í annaðhvort evrum eða sterlingspundum, getur þú ekki lengur víxlað reikningnum þínum aftur í Bitcoin tilgreindan Circle reikning.

Ef þú ert ekki neytandi, staðfestir þú að þú hafir yfirráð til að skuldbinda hvern klúbb, samfélag eða aðila fyrir þess hönd þú notar Circle þjónustu, og að áðurnefndir samþykki þessa skilmála.

2. Þjónusta

Circle reikningur þinn heimili þér að viðhalda, senda og fá rafrænt fjármagn/greiðslur með notkun Circle forritsins á farsímanum eða Circle vefsvæðinu á tölvu þinni. Þú getur: (i) sent og fengið pening til/frá öðrum Circle notendum í þínu eða öðru landi (að því tilskyldu að þjónustan er til staðar í því landi); (ii) send og fengið pening til/frá einstaklingi sem er ekki ennþá Circle notandi (þó að sá einstaklingur þurfi að stofna Circle reikning til að nálgast þann pening sem þú sendir eða til að senda þér pening); og (iii) senda og fá Bitcoin. Vinsamlegast athugið að virkni Bitcoin er hægt að finna hér í þessum samningi Hluti 12.

Rafrænu peningar þínir á Circle reikningi þínum eru gefnir út í samræmi við evrópska E-Money reglugerð (reglugerð 2009/110 / EC frá 16. september 2009) og bresku rafrænu peninga reglugerð frá 2011.  Rafrænir peningar inn á þínum reikning (i) falla ekki úr gildi (nema þegar reikningi þínum sé lokað), sjá Hluta 7 fyrir frekari upplýsingar (ii) ber ekki neina ávöxtun.

Greiðsluaðferð

Til að millifæra á annan einstakling, verður þú að hlaða innistæðu þína á Circle með því að nota bankareikning þinn eða kort. Fyrsti bankareikningur eða kort sem þú tengir við þarf að vera gefin út á bankastofnun innan EES. Þeir greiðslueiginleikar sem þú notar (t.d. kort eða bankareikningur) þurfa að vera í þínu nafni. Fjármagn greitt af þínu korti verður sýnt á stöðu þinni og verður samstundis þér innan handar. Ef þú vilt millifæra og þú hefur ekki hlaðið inn á Circle reikning þinn, hefur þú þann valmöguleika velja millifærslu með því að nota þitt kort. Ef þú velur þennan valkost, munt þú hlaða þína innistæðu og senda greiðslu til viðtakanda í einu skrefi (í þessu tilviki mun hleðslan ekki sjást á stöðu þinni en þú getur séð hana á þeim millifærslum sem þú hefur gert). Með því að tengja bankareikning eða kort við Circle reikning þinn, heimilar þú Circle að eiga samskipti við þinn banka eða kortafyrirtæki til að útvega eða fá þær upplýsingar sem Circle eða banki/kortafyrirtæki þarfnast í tengslum við að bjóða þér þjónustuna. Með því að útvega þessar upplýsingar, er banki þinn ekki að styðja Circle né er hann ábyrgur fyrir þjónustunni.

Senda fjármagn

Til að senda greiðslu til annars einstaklings verður þú að gefa okkur tölvupóst eða símanúmer þeirra nema að þú hafir þegar millifært pening til þess einstaklings með því að nota Circle, en í því tilfelli getur þú valið þá af lista af Circle tengiliðum þínum. Þú þarft að tilgreina okkur upphæðina og (þegar á við) í hvaða gjaldmiðli þú vilt millifæra. Við munum útvega þér yfirlit af millifærslu beiðni þinni og þú verður beðin um að staðfesta millifærsluna með því að smella á „Senda“ hnappinn á Circle appinu eða vefsvæði.  Í vissum tilvikum, gætum við beðið þig að taka aukaskref til að staðfesta auðkenni þitt og/eða til að sannvotta millifærslu beiðni þína.

Þegar þú staðfestir millifærsluna til annars Circle notenda, er upphæðin samstundis millifærð inn á reikning viðtakanda og þeir geta eytt eða tekið út peninginn, svo ekki er hægt að afturkalla eða ógilda millifærsluna þegar hún er staðfest.

Ef viðtakandi er ekki Circle notandi, sendum við honum tilkynningu í tölvupósti, textaskilaboði eða á annan hátt til skýringar um að þú hafir sent honum pening. Viðtakandi verður að skrá Circle reikning til að geta nálgast fjármagnið, þangað til er ekkert samband á milli okkar og viðtakanda og fjármagnið er ennþá þín eign.. Upphæð millifærslunnar mun sýna frádrátt frá stöðu þinni frá þeim tíma sem þú staðfestir millifærsluna. Þú munt samt sem áður geta hætt við millifærsluna á hvaða tíma sem er áður en viðtakandi nálgast fjármagnið og við munum samstundis uppfæra stöðu þína til að sýna að fjárhæðin hefur verið þér endurgreidd. Þú getur séð hvort viðtakandi hafi nálgast fjármagnið með því að skoða viðskiptasögu þína.

fjármagn

Þegar annar Circle notandi millifærir fjármagn til þín, mun það fjármagn sjást samstundis á þinni stöðufærslu.

Þú getur beðið um pening frá öðrum persónum sem eru ekki tengd við Circle með því að gefa okkur þeirra netfang eða símanúmer. Þú þarft að tilgreina okkur upphæðina og (þegar á við) í hvaða gjaldmiðli þú vilt biðja um. Við sendum honum tilkynningu í tölvupósti, textaskilaboði eða á annan hátt til skýringar um að þú hafir óskað eftir pening. Viðtakandi verður að skrá Circle reikning til að geta sent peninginn Upphæðin sem þú biður um mun sjást sem viðbót við þína stöðu aðeins þegar sendandi skráir sig sem Circle notanda og staðfestir millifærsluna. Þú getur hætt við beiðnina á hvaða tíma sem er áður en sendandi sendir fjármagnið. Þú getur séð hvort sendandi hafi sent fjármagnið með því að skoða viðskiptasögu þína.

Úttekt fjármagns

Ef þú vilt taka út fjármagn af Circle upphæð þinni verður þú að tilgreina upphæðina sem þú vilt að sé þér endurgreidd og hvaða aðferð sé notuð til greiðslu. Venjulega endurgreiðum við fjármagn á það kort sem þú hefur tengt við Circle reikning þinn, þú getur hinsvegar óskað eftir því að við endurgreiðum þér á annað kort eða bankareikning. Í því tilviki þarft þú að útvega okkur þær upplýsingar um það kort eða bankareikning. Þar sem þú bætir við auka kort eða bankareikning til úttektar, gætum við þurft að athuga auðkenni þitt til að tryggja að kortið eða bankareikningurinn sé í þinni eign. Við áskiljum okkur þann rétt að neita úttektum með sérstakri aðgerð ef við teljum að kortið eða bankareikningurinn sé ekki í þinni eign. Þegar þú hefur staðfest upphæð úttektar og upplýsingar um aðgerð, getur þú ekki hætt við eða afturkallað úttektarskipunina. Upphæð úttektar mun samstundis vera dregin frá stöðu þinni.

Tímarammi vegna úttektar fjármagns

Ef við fáum beiðni þína um úttekt á viðskiptadegi munum við senda samdægurs upphæðina á það kort eða bankareikning sem þú velur. Undir öllum öðrum kringumstæðum sendum við upphæðina á næsta viðskiptadegi. Í þessum hluta, „viðskiptadagur“ merkir sá tími frá 9:00 til 17:00 á þeim dögum sem bankar Englands eru opnir fyrir eðlileg viðskipti.

Þú skalt athuga að þín Circle inneign er ekki lögleg innistæða og þú hefur því ekki rétt á skaðabótum undir breska fjárhags skaðabótakerfinu (ríkisábyrgð á innistæðutryggingum) ef þú verður fyrir fjárhagstapi af innistæðu þinni.

3. Skráningarferli; Staðfesting auðkennis

Þá mátt eingöngu skrá einn (1) Circle reikning. Ef þú opnar fleiri reikninga, þá áskiljum við okkur þann rétt að loka þeim reikningum samstundis og millifæra inneignina yfir á hinn Circle reikning þinn eða endursenda á þann aðila sem sendi hana.

Þegar þú skráir Circle reikning, verður þú að útvega gildandi, altækar og nákvæmar upplýsingar fyrir alla þætti sem þú þarft að fylla út á skráningarsíðunni. Ef einhverjar breytingar verða á þessum upplýsingum, er það þín skylda að uppfæra þær upplýsingar eins fljótt og auðið er. Af og til, gætum við þurft að biðja þig að útvega frekari upplýsingar sem skilyrði fyrir áframhald á þjónustu okkar. Ef þú vilt tengja við kort, þá heimilar þú Circle, beint eða í gegnum þriðja aðila, að rannsaka á þann hátt sem við teljum nauðsynlegan til að staðfesta auðkenni þitt, þar með talið að staðfesta auðkenni þitt í gegnum rafræna þjónustu. Þetta getur falið í sér að biðja um frekari upplýsingar um þig t.d. fæðingardag þinn, netfang, heimilisfang, skatttölu, og bankareikning eða kortaupplýsingar svo við getum staðfest auðkenni þitt. Við áskiljum okkur þau réttindi að viðhalda þínum skráningarupplýsingum eftir að þú lokar reikningnum þínum í viðskiptalegum tilgangi og til að fara eftir reglum.

Til að koma í veg fyrir fjársvik og í samræmi við ESB og bresk lög, ef þú vilt tengja bankareikning eða kort til að millifæra upphæðir inn á Circle reikning þinn, þurfum við að vera viss um að þú sért sá sem þú segist vera.

4. Friðhelgi

Við erum staðráðin í því að vernda þínar persónuupplýsingar og að aðstoða þig við að skilja hvernig þær upplýsingar eru notaðar. Þú ættir að lesa vandlega okkar Friðhelgis stefnu og Vafraköku stefnu þar eru tilgreind frekari upplýsingar um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru skráðar, geymdar, varðar og notaðar.

5. Samskipti

Með samþykkt þessa samnings, samþykkir þú að fá rafræn samskipti og tilkynningar í samræmi við okkar E-Sign stefnusáttmála. Við tilkynnum þér í hvert skipti sem þú átt í viðskiptum notandi þessa þjónustu.

Þú getur athugað stöðu þína og skoða viðskiptasögu á hvaða tíma sem er með því að skrá þig inn á Circle reikning þinn. Þú getur einnig skráð þig til að fá afrit af viðskiptayfirliti þínu fyrir undanfarin mánuð í gegnum tölvupóst og við munum ekki rukka þig fyrir það - hafðu samband við [email protected] fyrir frekari upplýsingar.

Prent- og póstsamskipti, skýringar, og greinagerð reiknings kostar bæði tíma og pening, því viljum við annast þessi mál á rafrænan hátt.

Þessi samningur er útvegaður þér og fullgerður á ensku. Við munum einnig eiga okkar samskipti við þig á ensku fyrir öll málefni sem tengd eru okkar þjónustu. Þar sem við höfum útvegað þér þýðingu af enskri útgáfu þessa samnings, samþykkir þú að þýðingin er útveguð eingöngu þér til þæginda og að enska útgáfa samningsins mun stjórna notkun okkar þjónustu. Þú getur nálgast þennan samning hvenær sem er á heimasíðu Circle og við munum útvega þér afrit af samningum ef þú óskar þess.

6. Öryggi notendaupplýsinga; skaðabótaskylda vegna óheimilla eða rangra færslna

Þú ert ábyrg(ur) fyrir að viðhalda trúnaði og öryggi þinna reikningsheita, notenda skilríkja, lykilorða, auðkennisnúmera (PIN), og farsímalæsingar (sjá „Öryggisupplýsingar“) sem þú notar til að fá aðgang að þjónustunni. Þú ert ábyrg(ur) fyrir að halda netfangi þínu uppfærðu inn á Circle reikningi þínum og að viðhalda trúnaði þinna persónuupplýsinga. Þú þarft (i) tilkynna Circle samstundis ef þú týnir því tæki sem þú settir upp Circle forritið eða ert kunnugur af óheimilaðri notkun þjónustunnar eða öðrum öryggisbrestum í tengslum við þjónustuna hjá [email protected] og (ii) virkja alla öryggisþætti á því tæki sem þú nálgast Circle forritið og inn í Circle forritinu sjálfu með tveggja-fasa auðkenningu og PIN kóða eða TouchID aðgangsstýringu.

Ef við fáum vitneskju um að (i) öryggisupplýsingum þínum sé ógnað; og/eða (ii) óheimiluð notkun þjónustunnar, eða (iii) einhver önnur öryggisbrot sem viðkoma þjónustunni, ef lög svo heimila okkur, þá munum við upplýsa þig um slíkt í gegnum netfangið sem þú útvegaðir okkur við lok dags.   Ef við fáum grunsemdir um að netfang þitt sé óöruggt, munum við frysta notkun á Circle reikningi þínu í samræmi við kafla 7.   Við munum affrysta Circle reikning þinn eins fljótt og auðið er, þegar ástæðum frystingunnar er lokið. Ef þú tilkynnir óheimila færslu til okkar innan átta (8) vikna frá færslunni, ert þú skaðabótaskyldur upp að hámarki €50 (£35) vegna þess taps sem verður til vegna óheimilaðra færslna sem koma fram: (i) frá notkun af töpuðu eða stolnu farsímatæki eða (ii) þar sem þér hefur mistekist að halda þínum persónuupplýsingum Circle reikningsins öruggum, svo að Circle reikningur þinn var misnotaður. Þú ert ekki ábyrgur ef millifærslan fór fram áður en þú eða okkur varð kunnugt um tapið eða þjófnaðinn af þínu tæki eða misnotkun á Circle reikningi þínum.

Þú verður ábyrgur fyrir öllum skaða sem hlýst af óheimiluðum færslum þar sem þú hefur gerst sekur um fjársvik eða verið meðvitaður eða með vanrækslu ekki fullnægt skilmálum þessa samnings eða ef þú hefur ekki tilkynnt okkur af öryggisrofi sem er í samræmi við þennan kafla.

Það er á þinni ábyrgð að tryggja að þú tilgreinir réttan viðtakanda fyrir millifærslu og útvegir okkur rétt netfang (eða í tilfelli Bitcoin viðskipta, Bitcoin vistfang viðtakanda). Ef þær upplýsingar sem þú útvegaðir eru rangar erum við ekki ábyrg gagnvart þér eða ætluðum viðtakanda vegna mistaka í millifærslu valdandi fjárhagstjóni. Ef þú verður var við ranga, gallaða, eða óheimilaða millifærslu á þínum Circle reikningi verður þú samstundis að tilkynna okkur hjá [email protected]. Við tökum skref til að rannsaka og rekja þau gölluðu eða óheimiluðu viðskipti (og tilkynnum þér niðurstöðurnar) og, að því tilskyldu að þú tilkynnir okkur innan 13 mánaða frá dagsetningu þeirra viðskipta, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu þeirrar millifærslu. Við gætum hafnað beiðni þinni um endurgreiðslu ef þér mistókst að halda þínum öryggisupplýsingum öruggum eða ef millifærslan fór fram áður en þú tilkynntir okkur um að öryggisupplýsingar þínar væru óöruggar eða um misnotkun á Circle reikningi þínum.

Við erum ekki ábyrg á neinum skaða eða truflun sem verður til vegna tölvuvírusa, njósnabúnaða, eða annara spilliforrita sem gætu haft áhrif á þína tölvu eða annan tækjabúnað, eða aðrar vefveiðar og árásir. Við mælum með reglulegri notkun vírus- og spillivarna sem koma í veg fyrir slíkar árásir. Ef einhver vafi er á uppruna þeirra samskipta sem þykjast vera frá Circle, ættir þú að skrá þig inn á reikninginn í gegnum Circle vefsvæðið(www.circle.com) eða farsímaforritið, ekki með að smella á hlekki sem eru innifaldir í tölvupósti.

Við gerum okkar ýtrasta til að gæta öryggis þíns reiknings, en við þurfum að þú gerir slíkt hið sama. Það er mikilvægt að þú gætir Circle lykilorðs þíns ásamt netfangi þínu sem tengt er við reikning þinn og öllum þeim tækjum sem notuð eru til að nálgast reikninginn þinn.

Ef greiðsla sem þú fékkst er síðar ógild af einhverri ástæðu, ert þú ábyrgur gagnvart Circle af heildarupphæð slíkrar greiðslu. Þetta þýðir að ef sendandi véfengir heimild millifærslunnar eða fer fram á endurgreiðslu hjá banka eða kortafyrirtæki þeirra, getur þú verið ábyrgur fyrir heildarupphæð slíkrar greiðslu. Ef það er ákveðið að slík millifærsla sé óheimil eða að endurgreiðslan sé staðfest af banka eða kortafyrirtæki sendandans, heimilar þú Circle að endurheimta þá upphæð sem Circle mun þá draga frá inneign á Circle reikningi þínum. Ef sú staða kemur upp að inneign á Circle reikningi þínum er ekki nægileg til að endurgreiða heildarupphæðina, heimilar þú Circle að ógilda allar úttektir eða krefjast þess að þú endurgreiðir Circle. Ef Circle getur ekki endurheimt heildarupphæð sem er skylt, gæti Circle þurft að gera frekari ráðstafanir þar með talið málshöfðun til að endurheimta heildarupphæðina, eins og gildandi lög heimila.

7. Frysting og lokun reikninga

Frysting / lokun reiknings af Circle

Við gætum, að okkar eigin frumkvæði, án skaðabótaskyldu gagnvart þér eða þriðja aðila, neitað þér að stofna reikning,eða lokað reikningi þínum eða notkun þinni af þjónustu okkar ef við höfum grunsemdir um að: (I) annar aðili sé að reyna nota Circle reikning þinn án þinnar heimildar; (ii) öryggi reiknings þíns sé stefnt í hættu; eða (iii) lög krefjast þess.

Þessi samningur er í gildi þangað til þú eða við riftum honum. Við getum rift þessum samningi (og lokað Circle reikningi þínum) hvenær sem er, með því tilkynna þér amk tveimur mánuðum áður. Við gætum enn fremur rift þessum samningi og lokað Circle reikningi þínum fyrr ef þú gerist brotleg(ur) við skilmála þessa samnings (þar með talið, en ekki takmarkað af, Greinum 16 og 17), þú notar Circle reikning þinn fyrir fjársvik eða á ólöglegan hátt eða að við krefjumst þess af lagalegum ástæðum.

Ef þú hefur upphæð inn á Circle reikningi sem hefur verið frystur eða lokaður, munt þú geta sótt það fjármagn, nema að lög og dómsúrskurður hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir fjármunir væru komnir vegna fjársvika. Circle gætir fyllsta trúnaði með hvaða hætti þú munt fá það fjármagn eftir ákvörðun okkar á að skila til baka því fjármagni. Við áskiljum okkur þeim rétti að skuldbinda þig að útvega frekari auðkennis upplýsingar áður en framkvæmd slíkrar úttektar eða millifærslubeiðni og til frestunar eða neitunar á slíkri úttekt eða millifærslubeiðni ef við teljum að fjársvik eða ólöglegt athæfi hafi átt sér stað. Ef þú getur ekki skráð þig inn á reikninginn, þarf þú að hafa samband við Þjónustu til að framkvæma slíka úttekt.

Ef þú notar Circle til afbrota eða til athafna utan þessa samnings, getum við lokað reikningnum þínum. Ef reikningur þinn er lokaður, gætir þú þurft að ljúka við auka auðkennisgreiningu og skrefum gegn fjársvikum til að nálgast fjármuni í þeim lokaða reikning.

Lokun reiknings

Þú getur bundið enda á þennan samning hvenær sem er með því að loka reikningi þínu og hætta notkun þjónustunnar. Við lausn þessa samnings og þíns reiknings, ert þú enn ábyrgur fyrir öllum viðskiptum sem áttu sér stað á meðan reikningurinn var opin. Þú getur ekki lokað reikningnum til að koma í veg fyrir rannsókn. Þú ættir að taka út þitt fé innan eðlilegs tíma áður en þú lokar reikningnum. Þú hefur rétt á að taka út fé á því tímabili 6 árum frá þeirri dagsetningu eftir lokun reikningsins. Engin kostnaður hlýst af úttekt fjármagns og lokun þíns reiknings.

8. Þjónustur; Aðrir aðilar

Circle er alhliða sjálfstæður verktaki og ekki fulltrúi þinn eða fjárvörslumaður. Circle hefur ekki neina stjórn á, eða er skaðabótaskylt fyrir, vörum eða þjónustu sem er keypt eða seld af öðrum aðilum sem nota þjónustuna. Circle tryggir ekki auðkenni neins notanda eða annars aðila og tryggir ekki að kaupanda eða seljanda sé heimilt að ljúka við viðskipti eða mun ljúka viðskiptum. Circle er ekki skaðabótaskylt fyrir neinu tjóni eða vandamálum sem geta komið upp vegna viðskipta þriðja aðila, að meðtöldu en ekki takmarkað af, lagalegum, gæða, sendingar eða ánægjuþáttum viðskipta. Ef þú ert ekki ánægð(ur) með vörur eða þjónustu keypta frá, eða selda til, annars aðila með notkun þjónustunnar, verður þú að fást við þau vandamál við þann þriðja aðila, sem við á.

Ef þú notar Circle reikning þinn til að senda pening til einhvers í skiptum fyrir vöru eða þjónustu, og þú ert ekki sátt(ur) við þá vöru eða þjónustu, verður þú að leysa þær deilur við þann þriðja aðila.

Frá og með 7. desember, 2016, býður Circle ekki lengur upp á þann möguleika að: (i) kaupa Bitcoin frá Circle með því að leggja inn greiðslu inn á Bitcoin tilgreindan Circle reikning eða (ii) selja Bitcoin með því að draga fé úr Bitcoin tilgreindum Circle reikningi.

Fyrir frekari upplýsingar um stöðvun þessara Bitcoin gjaldeyrisskipta, vinsamlegast skoðið Aðstoðarmiðstöð.

9. Farsímaþjónusta

Að því tilliti að þú getir nálgast þjónustuna í gegnum farsímatæki, mun verðskrá þráðlausu þjónustu þinnar, verð á gagnaflutningi og önnur gjöld eiga við. Að auki, niðurhal, uppsetning, eða ákveðin farsímaþjónustuforrit geta verið óheimil hjá þínu þjónustufyrirtæki, og öll þjónusta gæti ekki virkað með öllum tækjum. Með því að nota farsímaþjónustur, samþykkir þú að samskipti þín í gegnum SMS, MMS, textaskilaboð, smellsamskipti, og/eða í gegnum aðrar rafrænar samskiptaleiðir, að ákveðnar upplýsingar um notkun þjónustunnar gætu verið sendar okkur. Ef þú skiptir um eða ógildir farsímanúmer þitt, samþykkir þú að uppfæra reikningsupplýsingar þínar svo að skilaboð þín séu ekki send á aðra einstaklinga sem gætu fengið þitt gamla númer.

Til að gæta öryggis reiknings þíns, er tveggja fasa öryggis auðkenning nauðsynleg. Sem þýðir að þú þarft að hafa gilt símanúmer og uppfæra reikningsupplýsingar þínar ef símanúmer þitt breytist.

10. Gjöld

Circle innheimtir engin gjöld fyrir innlagnir frá kortum, bankareikningum, geymslu fjármagns, fá eða senda greiðslur með notkun fjármagns sem hefur verið hlaðið inn á Circle reikning þinn eða til úttekta. Taflan hér að neðan útlistar þetta:

Gjöld

Smáatriði

Bæta við pening á Circle reikning þinn

Ókeypis

Fá pening inn á Circle reikning þinn

Ókeypis

Senda pening frá Circle reikningi þínum

Ókeypis

Taka út pening af Circle reikningi þínum

Ókeypis

Breyta fjármagni yfir í annan gjaldmiðil / senda eða biðja um pening í öðrum gjaldmiðli

Mið-markaðs taxti, engin Circle gjöld innheimt

Í því tilviki að Circle innheimti einhver gjöld í tengslum við viðskipti verða slík gjöld þér sýnileg áður en þú lýkur við viðskiptin. Þinn banki eða kortafyrirtæki gæti innheimt gjöld af þér vegna viðskipta í tengslum við þjónustuna.

11. Gjaldmiðlabreytingar & óstöðugleiki

Almennt

Virði gjaldmiðla (sérstaklega Bitcoin) getur skyndilega hækkað eða lækkað hvenær sem er, því getur Circle ekki ábyrgst virði neins gjaldmiðils. Þú viðurkennir að verð eða gildi gjaldmiðla geti flöktað og að gengisskráning sem við notum (“Gengisskráning“) til að umbreyta einum gjaldmiðli yfir í annan er ekki endilega sú sama og gengisskráningin þegar skipt verður aftur í upphafsgjaldmiðilinn. Gengisskráning fyrir tiltekna stöðuhleðslu, úttektir, að senda eða fá greiðslur verða þér sýndar á því augnabliki sem þú hefur, en áður en þú lýkur, við þá millifærslu. Í þeim tilfellum sem þú hefur rétt á endurgreiðslu eða öðrum greiðslum frá Circle, ber Circle enga ábyrgð á tapi sem kemur til vegna breytinga á gengisskráningu sem gæti hafa gerst frá því að viðskiptin áttu sér upprunalega stað. Geta til að umbreyta frá einum gjaldmiðli til annars er háð viðeigandi takmörkunum samkvæmt lögum og reglum sem og auðfáanleika þess gjaldmiðils sem er útvegaður af Circle.

Fyrir gengisskráningu fiat gjaldmiðla, notum við mið-markaðs gengisskráningu á viðeigandi tíma fyrir viðeigandi gjaldmiðil, án gjalda.

Fyrir frekari upplýsinga um það hvernig Circle ákveður gengisskráningu, vinsamlegast skoðið þetta Þjónustuborð Grein.

Stöðubreyting, úttektir & breytingar á sjálfgefnum gjaldmiðli reiknings

Þegar þú breytir frá einum gjaldmiðli í annan (eins og frá evrum yfir í sterlingspund, osfrv.) með því að ljúka við stöðubreytingu, úttekt eða með því að breyta yfir gjaldmiðlinum sem skráður er fyrir reikning þinn, verður slík gjaldmiðlabreyting framkvæmd beint af Circle. Þegar þú lýkur við stöðubreytingu eða úttekt sem felur í sér gjaldmiðlabreytingu, eða þú kýst að breyta þeim gjaldmiðli sem er skráður á reikning þinn, verður þér alltaf sýnt skiptihlutfall fyrir slíka millifærslu áður en þú lýkur við hana. Ef þú breytir sjálfgefnum gjaldmiðli reiknings þíns þar sem upphæð þín er geymd og síðan ákveður að breyta gjaldmiðlinum aftur í upprunalega gjaldmiðil þinn, gætir þú endað með aðra upphæð en þú byrjaðir með vegna sveiflna og breytinga í gengisskráningu.

Til dæmis, ef þú hefur £100 á Circle reikning þínum og ákveður að breyta reikning þínum yfir í evrur, og ef þú síðar ákveður og breyta reikningum aftur yfir í sterlingspund, gætir þú endað með aðra upphæð en £100 vegna sveiflna og breytinga í gengisskráningu.

Að fá fjármagn

Þú munt alltaf fá fjármagn í þeim gjaldmiðli sem reikningur þinn er skráður í, án tillits til þess gjaldmiðils sem sendandinn ákvað í millifærslu sinni. Með því að velja sjálfgildan gjaldmiðil (annaðhvort við upphafsskráningu eða síðar breyta honum) velur þú að fá allar greiðslur í þeim gjaldmiðli og þú heimilar Circle að breyta öllu fjármagni yfir í þann gjaldmiðil fyrir þína hönd í gegnum þá gengisskráningu sem á við þá gjaldmiðla. Við erum ekki ábyrg fyrir tapi sem getur orðið vegna þeirra áhrifa sem gengisskráningin hefur á slíkar millifærslur.

Við viljum færa þér fjármagn í þeim gjaldmiðli sem þú hefur valið þér. Það þýðir að ef þú velur evrur sem sjálfgildan gjaldmiðil, þá skiptir ekki máli að fólk sendir þér fjármagn í sterlingspundum, bandaríkjadollar, Bitcoin eða neinum öðrum gjaldmiðli - við ljúkum alltaf við gengisskráningu fyrir þína hönd svo við getum fært það fjármagn inn á þinn reikning í evrum.

Senda fjármagn

Þegar þú sendir greiðslu til annars Circle notanda, getur þú breytt greiðslu þinni yfir í annan gjaldmiðil - þinn sjálfgilda gjaldmiðil, gjaldmiðil viðtakanda eða hvaða gjaldmiðil sem þú ákveður. Eins og áður var tilgreint undir „Að fá fjármagn“ ef þú sendir af stað greiðslu í gjaldmiðli sem er annar en gjaldmiðill viðtakanda, munum við ljúka við gengisskráningu fyrir hönd viðtakanda yfir á hans eða hennar gjaldmiðil áður en við sendum fjármagnið yfir á reikninginn.

Ef þú sendir greiðslu til einstaklings sem hefur ennþá ekki stofnað Circle reikning og þú ákveður greiðslu í gjaldmiðli öðrum en þú hefur valið fyrir þinn reikning (til dæmis, ákveðið greiðslu í evrum þegar þú ert með reikning í sterlingspundum), mun gengisskráningin gilda við staðfestingu slíkrar millifærslu. Ef þú síðar ákveður að hætta við slíka millifærslu áður en viðtakandi skráir sig inn á Circle og sækir það fjármagn, mun önnur gengisskráning eiga sér stað þegar fjármagnið er sent aftur til þín, sem þýðir að þú gætir fengið til baka minna (eða meira) fjármagn þegar þú staðfestir afturköllun þeirrar millifærslu.

Þegar sjálfvalinn gjaldmiðill viðtakanda er annar en þinn eigin, er ávallt best að tilgreina greiðsluna í gjaldmiðli viðtakanda. Í fáum tilfellum, þá getur töf verið á millifærslum vegna gruns um fjársvik eða annar ástæðna, og þar sem gengisskráningin fer ekki fram fyrr en fjármagn er tilbúið til millifærslu inn á reikning viðtakanda, að tilgreina greiðsluna í gjaldmiði viðtakanda er besta leiðin til að tryggja að viðtakandi fá nákvæmlega þá upphæð sem þú vilt að hann fái.

Til dæmis, ef þú hefur reikning í evrum eða sterlingspundum og vilt senda fjármagn til Circle notanda sem hefur sinn reikning í bandaríkjadollar, er best að tilgreina millifærslu þína í bandaríkjadollar. Með því, sérðu nákvæmlega hversu mikið af sterlingspundum eða evrum, sem við á, verður tekið af reikningsstöðu þinni og hversu mikið af bandaríkjadollar verður sent til viðtakanda.

12. Bitcoin

Partur 12 á eingöngu við reikningsstöðu sem er skilgreind í Bitcoin, ekki pappírsgjaldmiðli (fiat).

Þú getur geymt, sent eða fengið Bitcoin með því að nota Circle Bitcoin reikning. Þú getur eingöngu fengið Bitcoin frá öðrum notendum eða þriðja aðila ef þú hefur tilgreindan Bitcoin reikning, annars mun Bitcoin verða umbreytt yfir í þinn valda fiat gjaldmiðil. Til að millifæra Bitcoin til annars Bitcoin Circle notanda verður þú að útvega okkur þeirra netfang, símanúmer eða velja þá frá Circle tengiliðum þínum. Til að millifæra Bitcoin til þriðja aðila sem samþykkir Bitcoin (sem er ekki Circle notandi) verður þú að útvega okkur þeirra Bitcoin netfang. Gætið þess að allar millifærslur í Bitcoin eru óafturkræfar og þú getur ekki hætt við Bitcoin millifærslu þegar þú hefur staðfest millifærsluna.

Ef það gerist að Bitcoin upphæð þín á reikningi þínum sé týnd eða stolin vegna innbrots inn í rafrænu eða haldbæru geymslur Circle, eru þær Bitcoin upphæðir að fullu tryggðar, samkvæmt skilmálum tryggingarsamnings Circle við Marsh tryggingafyrirtæki. Ef þitt Bitcoin er glatað eða stolið vegna þinnar eigin mistaka á að tryggja öryggisráðstafanir þínar í samræmi við Hluta 6, slíkt tap er ekki tryggt af tryggingum Circle. Bitcoin reikningur þinn er ekki tryggður af neinni ríkisábyrgð.

Ef öryggisstaðlar Circle hafa verið rofnir, þá tryggjum við heildarupphæð þína í Bitcoin. Ef einhver nær aðgangi að reikningi þínum með beinum aðgangi í gegnum símann þinn eða tölvu, þá er það ekki tryggt af okkar tryggingu.

Circle skapaði ekki né stýrir Bitcoin kerfinu. Circle tekur enga ábyrgð á töfum eða mistökum vegna vandamála sem eiga sér stað innan Bitcoin kerfisins og skaðabótaskylda Circle til þín hverfur þegar Bitcoin millifærsla er tilkynnt Bitcoin kerfinu; ef að sú Bitcoin millifærsla er tilkynnt til Bitcoin kerfisins og er síðar endursend til Bitcoin netfanga sem Circle stýrir, mun full endurgreiðsla eiga sér stað af þeim Bitcoin sem var send í gegnum slíka millifærslu.

13. Viðskiptatakmarkanir

Circle hefur takmarkanir á upphæð, hraða og tíðni þeirra millifærslna sem eiga sér stað í gegnum þjónustuna. Circle áskilur sér rétt til að breyta þeim upphæða- og hraðatakmörkunum sem gilda við stöðubreytingar, úttektir, gengisskráningar og geymslu eins og við dæmum nauðsynlegar. Við gætum staðfest persónulegar eða heildar viðskiptatakmarkanir á stærð eða fjölda stöðubreytinga eða úttekta sem þú gerir á ákveðnu tímaskeiði.

„Hraðatakmarkanir“ þýðir hraði og tíðni millifærslna. Ef þú ert að framkvæma 1.000 stöðubreytingar eða millifærslur á dag, gætum við þurft að hægja örlítið á þér. Takmarkanir upphæða/millifærslna sem á við þinn Circle reikning er hægt að finna á „Stillingar“ síðunni í Circle farsímaforritinu.

14. Réttur til að breyta/fjarlægja eiginleika eða halda aftur/tefja millifærslur

Við áskiljum okkur þau réttindi til að breyta, halda aftur, eða hætta við alla þá þætti sem viðkoma okkar þjónustu, þar með talið á framkvæmdartímum allra okkar þátta, án tilkynningar og án ábyrgðar.

Við gætum neitað að verka stöðubreytingar, millifærslur eða úttektir fyrirvaralaust og gæti það takmarkað eða ógilt notkun þína á þjónustu okkar á hvaða tíma sem er að okkar eigin vild. Ógilding notkun þinnar á þjónustu okkar mun ekki hafa áhrif á réttindi og skyldur þínar samkvæmt þessum samningi. Við gætum, að okkar eigin frumkvæði, frestað stöðufærslum, millifærslum eða úttektum ef (i) ef við á, ekki er nóg innistæða á Circle reikning þínum til að framkvæma; (ii) viðskiptin myndu færa þig upp fyrir viðskiptatakmörkin (grein 13); (iii) við höfum grunsemdir um að viðskiptin séu vafasöm, (iv) fjársvik eða misferli á sér stað í viðskiptunum, (v) þau brjóta viðeigandi lög, eða (vi) þau brjóta skilmála þessa samnings. Eins og lög heimila, þá munum við tilkynna þér við lok dags ef við stöðvum millifærslu og, ef mögulegt er, útvega þér þær ástæður okkar fyrir þá stöðvun, og hvað þú getur gert til að leiðrétta þær villur sem urðu til stöðvunar.

15. Ónóg upphæð

Ekki er heimilt að hafa neikvæða innistæðu. Þjónustan felur ekki í sér kreditskuld til þín, og ekkert kredit er heimilað í neinum tengslum við notkun þjónustunnar.

Ef að það gerist á einhverjum tíma að reikningur þinn hafi neikvæða innistæðu (sem hlýst af endurgreiðslu upphæðar, neitunar eða umbreytingar), getur Circle dregið frá þá neikvæðu innistæðu þeim upphæðum sem þú síðar færðir inn á Circle reikning þinn, hvort sem þú sjálf(ur) hefur fært upphæð inn á hann eða fengið millifærslu frá öðrum notanda. Ef þú heldur aðra Circle reikninga, er okkur heimilt að draga frá þá neikvæðu innistæðu frá þeim sjóðum sem haldnir eru á þeim reikningum (og síðan loka þeim aukareikningum). Ef Circle biður þig að ljúka við innlögn til að leysa vandamál um neikvæða innistæðu og þú bregst ekki við, er okkur heimilt að draga þá upphæð frá bankareikningum eða kortum sem þú tengdir við reikninginn. Ef þú færir inn eða færð fjármagn í öðrum gjaldmiðli en þeim sem er skráður neikvæður (til dæmis, ert með neikvæða innistæðu í sterlingspundum og færð evrur inn á reikning þinn) getur Circle sjálfkrafa umbreytt slíkum upphæðum á þeirri gengisskráningu sem við á til að vega á móti þá neikvæðu innistæðu.

Til dæmis, ef þú hefur GBP -£100 neikvæða innistæðu vegna £100 hleðslu sem sett var inn á reikning þinn og notuð var í með Circle og síðar endursend til bankans, og þú færð síðar evrur inn á reikning þinn, þær evrur verða gengisskráðar í GBP og síðan mun gengisskráning Circle vega það á móti -£100 stöðunni.

Ef að Circle neyðist til að fá þriðja aðila til að aðstoða við endurheimtingu neikvæðrar innistæða, verður þú rukkaður fyrir þau gjöld sem eiga við í tengslum við endurheimtingu Circle í því máli, þar með talið en ekki takmarkað við, innheimtugjöld eða skráð gjöld hjá þriðja aðila. Hér með samþykkir þú að öll samskipti í tengslum við reikninga í vanskilum verða gerð í gegnum tölvupóst eða síma. Slík samskipti geta verið á vegum Circle eða þriðja aðila sem starfar fyrir hönd okkar, þar með talið en ekki takmarkað við utanaðkomandi innheimtuaðila. Athugið að ef Circle neyðist til að fá utanaðkomandi aðila í tengslum við endurheimtun fjármuna sem þú skuldar Circle, getur það haft neikvæð áhrif á lánstraust þitt.

16. Óheimil starfssemi

Í tengslum við þína notkun á okkar þjónustu, þá samþykkir þú hér með að þú munt ekki:

 • Brjóta gegn (eða aðstoða aðra aðila við að brjóta gegn) viðeigandi lögum, tilskipunum eða reglugerðum;
 • Af ásettu ráði stunda fjársvik (eða aðstoða við fjársvik) gegn Circle eða gegn öðrum Circle notendum;
 • Útvega falskar, ónákvæmar, eða blekkjandi upplýsingar;
 • Taka ákvarðanir sem koma í veg fyrir, takmarka, eða taka eignanámi nein kerfisgögn, eða upplýsingar;
 • Taka þátt í viðskiptum sem fela í sér ólöglega starfssemi;
 • Senda eða hlaða inn vírusum, ormum, eða öðrum meinfýsnum hugbúnaði eða forritum;
 • Reyna að komast á ólöglegan hátt inn á aðra Circle reikninga, Circle vefsvæðið, eða önnur tengd kerfi;
 • Nota þjónustuna fyrir hönd utanaðkomandi aðila eða á annan hátt starfa sem milligönguaðili á milli Circle og annara þriðja aðila;
 • Safna neinum notendaupplýsingum frá öðrum Circle notendum, þar með talið en ekki takmarkað af, netföngum;
 • Ófrægja, áreita eða brjóta gegn friðhelgi eða eignarrétti Circle eða Circle notenda; eða
 • Hlaða upp, sýna eða senda skilaboð, myndir, myndbönd eða aðra miðla sem innihalda ólöglegar vörur, klámfengið, ofbeldis, klúrt eða efni bundið höfundarrétti eða efni til notkunar sem þitt sjálfsform, í tengslum við greiðslu, greiðslubeiðni eða slíkt.

17. Óheimilar greiðslur

Við útvegum ekki þjónustu eða styðjum millifærslur sem innihalda:

 • Einstaklingar sem óheimilt er eða staðsettir á bannsvæðum (eins og skilgreint er í Hluta 30);
 • Allskonar vopn, þar með talið en ekki takmarkað af, skotvopn, skothylki, hnífar, eða viðeigandi aukahlutir;
 • Vímuefni, þar með talin en ekki takmarkað af, eiturlyf, lyfseðilskyld efni, sterar, eða tengd áhöld eða aukahlutir;
 • Veðmálastarfssemi þar með talið en ekki takmarkað af, íþróttaveðmál, spilavíti, veðhlaupastarfssemi, lottó, tækifærisleikir, getraunir, hæfnisleikir sem hægt er að skilgreina sem veðmál (t.d. póker), eða önnur starfssemi sem inniheldur það sem nefnt hefur verið;

Við skiljum að veðmál geta verið lögleg í þínu umdæmi, en því miður þá getum við ekki tengt Circle við þessa starfssemi.

 • Fjárhagsglæpi, peningaþvott eða fjárhagsstuðning við hryðjuverkahópa;
 • Allskonar svikamyllur, píramída svik, eða margþátta markaðsverkefni;
 • Vörur og þjónusta sem brýtur á höfundarétti, vörumerki, eða eignarétti undir lögum þess umdæmis eða skilgreint sem vörusvik;
 • Skuldaskil, endurfjármögnun, eða þjónusta sem bætir lánstraust;
 • Dómskvaddar greiðslur, sáttargerð, skattgreiðslur, eða skatt sáttagerð;
 • Sala fjármagnsþátta eða bankaávísana, eða önnur starfssemi peningaskipta;

Að nota Circle til að senda £20 til eins vinar fyrir hönd annars er í lagi, en ef þú ert iðulega að fá fjármagn frá fólki sem sendir fyrir þeirra hönd, gætir þú verið að brjóta peningaskiptalög - því getum við ekki heimilað það.

 • Lottó samningar, fyrirframinnborganir í vörukaupum, eða lífeyrisgreiðslur;
 • Vörufölsun, þar með talið en ekki takmarkað af fölsuðum eða „ný breyttum“ skilríkjum;
 • Kaupa vörur frá Tor földum þjónustumörkuðum eða „Darknet“ mörkuðum, eða aðra þjónustu eða vefsvæði sem starfar sem markaðstorg fyrir ólöglegar vörur (jafnvel þótt að slíkt markaðstorg gæti einnig selt löglegan varning);
 • Fullorðinsefni; eða
 • Aðrir þættir sem við tilgreinum þér að eru óviðeigandi af og til og gætu verið, til dæmis, takmarkaðir af okkar og þínum viðskiptaaðilum.

Ef að Circle kemst að því að þú sért að stunda slíkar ólöglegar greiðslur, getur Circle ógilt eða eytt þínum Circle reikning.

Fyrir frekari upplýsingar um bannaða starfssemi, vinsamlegast lesið þessa þjónustugrein: https://support.circle.com/hc/en-gb/articles/212079946-It-s-not-you-it-s-me-User-Agreement-Violations--

18. Bitcoin kerfi

Bitcoin er gjaldmiðill ótengdur miðstýringu sem starfar á opnum hugbúnaði sem hægt er að nota og breyta af öllum; að því tilskyldu að ákveðnar breytingar þurfa samþykki þeirra sem nota og styðja við Bitcoin kerfið. Þar sem Bitcoin er ótengdur miðstýringu þá er það möguleiki að skyndilegar, óvæntar eða umdeildar breytingar (“forks“) verði gerðar á Bitcoin. Það er einnig möguleiki á að slíkir forkar verði til að margar útgáfur af „Bitcoin“ verði til á sama tíma. Með því að nota Circle samþykkir þú að: (i) Circle hvorki á né stjórnar Bitcoin kerfinu og er því ekki ábyrgt fyrir neinu fjárhagstapi sem þú gætir orðið fyrir vegna starfssemi eða öryggisþáttum Bitcoin kerfisins og (ii) Circle er ekki ábyrgt fyrir forkum eða breytingum í Bitcoin kerfinu, sem geta valdið talsverðum og skyndilegum breytingum í virði og/eða notkun Bitcoin.

Viðskiptavinir sem eiga Bitcoin inn á þeirra Circle reikningum þurfa að vera meðvitaðir um að einn eða fleiri „forkar“ af Bitcoin gætu gerst í nálægri framtíð. Tímasetning, tegund, tímabil, útkoma og áhrif þeirra „forka“ af Bitcoin er ekki hægt að ákvarða fram í tímann.  Eina leiðin til að koma í veg fyrir hugsanleg neikvæð áhrif slíkra „forka“ Bitcoin er að eiga ekki Bitcoin.

Með tilliti til hugsanlegra „forka“ Bitcoin, þá viðurkennir og samþykkir þú að (i) Circle skal ákvarða af sínum eigin geðþótta hvaða „forkur“ (eða „forkar“) Bitcoin það mun styðja (“Bitcoin stuðningur”) og Circle er ekki undir neinum skuldbindingum að styðja við neina slíka „forka“ eða útgáfur af Bitcoin.  Án þess að Circle ákveði af sínum eigin geðþótta að gera slíkt, mun Circle ekki styðja við neina „forka“ útgáfu Bitcoin, eða aðra rafræna gjaldmiðla, gervipeninga, mynta eða forkaða samskiptamáta (í heild, “Aðrir rafrænir gjaldmiðlar”) hvort sem þeir eru skapaðir vegna forka í Bitcoin kerfinu, eru sjálfsstætt skapaðir eða annars vegar, og burtséð frá því hvort slíkir rafrænir gjaldmiðlar séu einhvers virði. Þú viðurkennir og samþykkir að þú sért ekki að nota þinn Circle reikning til að viðhalda, senda, fá eða á annan hátt eiga viðskipti við aðra rafræna gjaldmiðla.  Ef það kemur fyrir að þú reynir að nota Circle reikning þinn til viðskipta við aðra rafræna gjaldmiðla, er Circle ekki skuldbundið til að gera neinar ráðstafanir til að aðstoða þig við endurheimtun á þeim rafrænu gjaldmiðlum eða endurgreiða þér tap sem verður til vegna slíkra rafrænna gjaldmiðla.  Að halda studdum Bitcoin inn á Circle reikningi þínum veitir þér ekki tilkall til frekari gervipeninga, eða virðis tengt við aðra rafræna gjaldmiðla sem gætu stafað frá þínu eignarhaldi af Bitcoin, burtséð frá því hvort þér sé heimilt til slíkra frekari gervipeninga eða virðis hefðir þú haft slíka Bitcoin utan Circle.

Athugið að ef að upp kemur „forkur“ í Bitcoin, gæti Circle þurft að frysta alla starfssemi sem tengd er Bitcoin (þar með talið að senda Bitcoin, fá Bitcoin eða umbreyta Bitcoin í evrur eða sterlingspund) yfir ákveðið tímabil þangað til Circle hefur úrskurðað að eigin mati að slík framkvæmd sé aftur nothæf (“Bitcoin niðurtími”). Þessi Bitcoin niðurtími mun líklega gerast samstundis þegar „forkur“ kemur upp í Bitcoin án viðvarana, og á meðan þetta tímabil Bitcoin niðurtíma stendur yfir, hefur þú ekki aðgengi að Bitcoin sem þú átt inn á Circle reikningi þínum.

Ef þú átt nú Bitcoin inn á reikningi þínum og vilt koma í veg fyrir virðistjón, skort á aðgengi þíns fjármagns á Circle, eða aðra neikvæða afleiðinga sem gætu komið upp vegna „fork“ í Bitcoin, getur þú (i) skráð þig inn á Circle reikning, (ii) velja „gjaldmiðil“ undir stillingum, og (iii) umbreyta þinni Circle stöðu yfir í evrur eða sterlingspund (sem í raun þýðir að selja allt þitt Bitcoin til Circle á því verði sem sýnt verður þegar umbreyting á sér stað). Athugið að þegar „forkur“ Bitcoin á sér stað, gæti þessi valmöguleiki ekki lengur verið til staðar.

19. Skattar

Circle heldur utan um viðskiptasögu þína, sem þú getur nálgast í gegnum þinn Circle reikning í þeim tilgangi ef þörf er á skattskráningu eða greiðslum, en það er á þinni ábyrgð að ákveða hvaða, ef einhverjir, skattar eiga við þær greiðslur sem þú gerir eða tekur við, og að safna, tilkynna og senda rétta greiðsluskatt til viðeigandi skattayfirvalda. Circle mun halda eftir allri skattskráningu sem er bundin lögum, en Circle er ekki ábyrgt fyrir að ákveða hvort skattar eigi við þín viðskipti, eða fyrir því að safna, tilkynna, eða sendaskattgreiðslur sem koma til af þínum viðskiptum.

20. Bótatrygging; útgáfa

Þú samþykkir að tryggja og að halda Circle, tengdum félögum, og þjónustuveitum, og öllum þeirra starfsmönnum, yfirmönnum, fulltrúum, og umboðsaðilum skaðlausum gagnvart öllum kröfum og stefnum (þmt. lögfræðigjöldum og öllu tapi, sektum, gjöldum og refsingu sem kemur til af eftirlitsyfirvaldi) vegna brota þinna á þessum samningi, eða að þú brjótir einhver lög eða reglugerðir.

Vegna tilgangs þessa hluta 20 merkir hugtakið „tap“ allur kostnaður sem gæti hafa orðið til vegna okkar eða annar persóna nefnda í þessum hluta sem eru útlistaðir í þessum hluta 20 og gætu verið tengdir kröfum, stefnum, framkvæmdum, skuld, kostnað, útgjöldum eða annari skuldbindingum, þar með talið sanngjörnum lögfræðikostnaði (án endurtekninga).

„Að tryggja“ þýðir að bæta einhverjum þann skaða sem sá gæti hafa orðið fyrir. Ef þú brýtur þennan samning eða lög og það verður til þess að Circle sé stefnt og verður fyrir útgjöldum, samþykkir þú að dekka það tap.

Ef þú átt í deilum við einn eða fleiri notanda eða þriðja aðila, afléttir þú Circle (og tengdum félögum, og þjónustuveitum, og öllum þeirra starfsmönnum, yfirmönnum, fulltrúum, og umboðsaðilum) frá öllum kröfum, stefnum og skaða (raunverulegum og áætluðum) hverskyns sem getur komið upp vegna slíkra deilna.

Ef þú átt í deilum við annan aðila en Circle, afléttir þú okkur frá skaðabótaskyldu tengdri þeirri deilu.

21. Takmarkanir bótaskyldu; Engin ábyrgð

ÞÚ GAGNGERT SKILUR OG SAMÞYKKIR AÐ CIRCLE OG OKKAR TENGD FÉLÖG OG ÞJÓNUSTUVEITUR, ÞEIRRA STARFSMENN, YFIRMENN, FULLTRÚAR OG UMBOÐSAÐILAR VERÐI EKKI SKAÐABÓTASKYLDIR FYRIR ÓBEINUM, TILFALLANDI, SÉRSTAKAN, MIKILVÆGUM SKAÐA EÐA TJÓNI SEM VELDUR TAPI ÞAR MEÐ TALIÐ EN EKKI TAKMARKAÐ FYRIR SKEMMDUM Á TAPI VIÐSKIPTAVILDAR, NOTKUNAR, GAGNA, EÐA ÖÐRU ÓÁÞREIFANLEGU TAPI (JAFNVEL ÞÓ CIRCLE HAFI VERIÐ TJÁÐ Á MÖGULEIKA SLÍKS TJÓNS), HVORT SEM TENGT ER SAMNINGI, LÖGBROTI, VANRÆKSLU, BEINNI SKAÐABÓTASKYLDU EÐA SLÍKU SEM KEMUR FRÁ: (I) NOTKUN EÐA VANGETU TIL AÐ NOTA ÞJÓNUSTUNA; (II) KOSTNAÐI AF ÖFLUN STAÐGENGILS VÖRUM OG ÞJÓNUSTU SEM KEMUR FRÁ EINHVERJUM VÖRUM, GÖGNUM, UPPLÝSINGUM, EÐA ÞJÓNUSTU KEYPTA EÐA FENGNA EÐA SKILABOÐA EÐA MILLIFÆRSLNA SKRÁÐA INN Í GEGNUM EÐA FRÁ ÞJÓNUSTUNNI; (III) ÓHEIMILS AÐGANGS TIL EÐA BREYTINGA Á ÞÍNUM SENDINGUM EÐA GÖGNUM; EÐA (IV) EINHVERN ANNAN HÁTT TENGT ÞJÓNUSTUNNI.

Við erum ekki skaðabótaskyld vegna „fyrirmyndar bætur“ (oft kallað refsibætur) eða öðru óbeinu tjóni. Þannig að ef við brjótum á okkur sem kostar þig £100, er okkar ábyrgð takmörkuð við þau £100.

SUM LÖGDÆMI LEYFA EKKI ÚTILOKUN Á SÉRSTÖKUM ÁBYRGÐUM EÐA TAKMÖRKUNUM EÐA ÚTILOKUN Á SKAÐABÓTASKYLDU FYRIR TILFALLANDI EÐA MIKILVÆGU TJÓNI. SAMKVÆMT ÞVÍ, SUMAR TAKMARKANIR SEM NEFNDAR ERU HÉR AÐ OFAN GÆTI EKKI ÁTT VIÐ ÞIG. EF ÞÚ ERT ÓSÁTT(UR) VIÐ EINHVERN HLUTA ÞJÓNUSTUNNAR EÐA VIÐ ÞENNAN SAMNING, ER ÞÍN EINA NIÐURSTAÐA AÐ HÆTTA NOTKUN ÞJÓNUSTUNNAR OG LOKA ÞÍNUM REIKNINGI.

ÞJÓNUSTAN ER ÚTVEGUÐ „EINS OG ER“ OG ÁN NEINS FULLTRÚA EÐA ÁBYRGÐAR, TJÁÐ EÐA LJÁÐ. CIRCLE OG OKKAR TENGD FÉLÖG OG ÞJÓNUSTUVEITUR, ÞEIRRA STARFSMENN, YFIRMENN, FULLTRÚAR OG UMBOÐSAÐILAR OKKAR AFSALA SÉR ALLRI ÓBEINNI ÁBYRGÐ Á TITLI, SÖLUHÆFI, HÆFI FYRIR SÉRTÆKAN TILGANG EÐA GAGNVART LÖGBROTUM. CIRCLE TEKUR EKKI ÁBYRGÐ Á (I) AÐ ÞJÓNUSTAN FULLNÆGJI ÞÍNUM ÞÖRFUM, (II) AÐ ÞJÓNUSTAN VERÐI ÓTRUFLUÐ, TÍMALEG, ÖRUGG, EÐA VILLULAUS, EÐA (III) AÐ GÆÐI VÖRUNNAR, ÞJÓNUSTUNNAR, UPPLÝSINGA, EÐA ANNARS EFNIS SEM ÞÚ KAUPIR EÐA ÖÐLAST MÆTI ÞÍNUM VÆNTINGUM.

Við getum ekki tryggt að Circle mæti alltaf þínum kröfum. Í vexti okkar munum við að öllum líkindum bæta við þjónustu, breyta ákveðnum eiginleikum og sleppa gömlum eiginleikum. Við vonumst til að þú verðir ávallt ánægð(ur) með Circle, en við getum ekki tryggt það samningsbundið.

Circle mun gera eðlilegar tilraunir til að tryggja að beiðni rafrænna innistæðna sé tengd bankareikningi og kortum sem keyrð eru tímanlega, en Circle er ekki fulltrúi né ábyrgist þann tíma sem það tekur að ljúka við keyrslu þar sem þjónustan er háð mörgum þáttum utan okkar stýringar, t.d. tafir í bankakerfi. Sum lögdæmi heimila ekki afsali á óbeinum ábyrgðum, þannig að umrætt afsal gæti ekki átt við þig. Þessi málsgrein gefur þér ákveðin lagaleg réttindi og þú gætir einnig haft önnur lagaleg réttindi sem eru mismunandi eftir lögdæmum.

22. Ófyrirséðir atburðir

Circle getur ekki ábyrgst bilanir eða tafir sem verða til vegna óeðlilegra eða ófyrirsjáanlegra atburða utan okkar stjórnar, þar sem afleiðingarnar myndu hafa verið óumflýjanlegar þrátt fyrir tilraunir til að koma í veg fyrir, þar með talið en ekki takmarkað af opinberum afskiptum eða tilraun til hryðjuverka, jarðskjálfta, eldsvoða, flóða eða annara náttúruhamfara, vinnuafls aðstæðna, tafa eða bilana sem verða til vegna annara kerfa eða netkerfa, tæknilegra bilana eða bilana í gagnavinnslu eða að aðrar lagalegar skuldbindingar krefjast þess.

Þessi hluti heimilar lögfræðingum okkar að sýna fram á að ekki öll lögfræðihugtök eru latína. Sum er frönsk.

23. Viðaukar

Við þurfum af og til að breyta skilmálum þessa notendasamnings. Við getum gert ráð fyrir sumum ástæðum þess hví við þyrftum að gera slíkt, og höfum tilgreint þær hér fyrir neðan, en gætum einnig þurft að gera breytingar vegna annara ástæðna.

Við gætum gert breytingar á samningnum vegna eftirfarandi aðstæðna, þar sem breytingarnar yrðu skynsamlegar og hæfilegar í ljósi þess sem hefur áhrif á okkur eða við skynsamlega teljum að hafi áhrif á okkur:

 • Vegna skilyrðisbreytinga á laga eða regluumhverfi, til dæmis við gætum þurft að breyta skilyrðum okkar til að tryggja Circle reikning þinn til að þóknast nýjum, sterkari mælikvörðum setta með lögum;
 • ef breytingarnar gagnast þér, til dæmis þegar kynnt er ný vara eða þjónusta eða við uppfærslu;
 • til að bregðast við breytingum á kostnaði við að keyra Circle reikning þinn eða bjóða þér upp á tengda þjónustu, til dæmis með því að kynna nýjan reikning eða viðskiptagjöld;
 • viðbrögð við hugsanlegum öryggisáhættum Circle reiknings þíns, til dæmis með því að breyta öryggisþáttum sem þú þarft að fylgja til að nálgast reikning þinn eða framkvæma millifærslur; eða
 • til að bregðast við öðrum breytingum sem hafa áhrif á okkur, ef að áhrif þeirra eru þér sanngjarnar, til dæmis til að íhuga þróun í rafrænum greiðslumáta.

Við gætum gert breytingar af öðrum ástæðum sem ekki eru fyrirsjáanlegar, til dæmis til að bregðast við breytingum samkeppnisaðila okkar sem gætu haft áhrif á það hvernig við viljum bjóða þér okkar þjónustu. Við gætum bætt við hvern þann kafla í þessum samningi hvenær sem er. Við munum gefa 2 mánaða fyrirvara í tilkynningu gegnum tölvupóst eða tilkynningu í gegnum Circle farsímaforrit og munum útvega þér endurbætta útgáfu af þessum samningi með dagsetningu þegar þær breytingar taka gildi. Ef að þú sért ósammála þeim breytingum, er eina lausn þín að binda endi á notkun þjónustunnar og loka reikning þínum. Ef þú bindur ekki enda á þjónustuna og lokar reikningnum og heldur áfram að nota þjónustuna þá álítum við svo á að þú hafir samþykkt breytingarnar. Þú samþykkir að við séum ekki ábyrg gagnvart þér eða þriðja aðila að viðkemur neinu tapi sem upp kemur við breytinga eða umbóta á þessum samning.

Breytingar á gengisskráningu taka gildi samstundis án tilkynningar og þú hefur ekki rétt á að andmæla þeim breytingum sem verða til vegna breytinga á mið-markaðsgengi sem við hagnýtum eða breytinga sem eru þér hagstæðar.

Þú getur ávallt séð hvenær þessum samning var breytt með því að skoða „síðast uppfært“ dagsetninguna efst á samningnum.

24. Verkefni

Þér er ekki heimilt að flytja eða framselja þennan samning eða nein réttindi eða skuldbindingar þú hefur undir þessum samning án skriflegs leyfis frá okkur annars verða slíkar tilraunir dæmdar ógildar. Við áskiljum okkur þann rétt til að flytja eða framselja þennan samning frjálslega og réttindi og skuldbindingar þessa samnings, til þriðja aðila hvenær sem er án tilkynningar eða samþykkis. Ef þú mótmælir slíkum flutningi eða framsali, getur þú hætt að nota okkar þjónustu og bundið enda á þessum saming með því að hafa samband við Þjónustu og biðja okkur um að loka þínum reikningi.

25. Afkoma

Við lokun þíns reiknings eða þessa samnings af einhverjum ástæðum, verða öll réttindi og skyldur þeirra aðila sem eru eðlislega áframhaldandi áfram virk eftir slíka lokun.

26. Utanaðkomandi notkun

Ef þú heimilar utanaðkomandi aðila að tengjast við reikning þinn, annaðhvort í gegnum vöru þriðja aðila eða í gegnum Circle, viðurkennir þú að heimild þín til þess aðila að taka ákveðin verk fyrir þína hönd útilokar þig ekki frá neinum skyldum sem tilgreind eru í þessum samningi. Ennfremur, þú viðurkennir og samþykkir að þú gerir Circle ekki ábyrgt fyrir, og tryggir Circle frá, allri skaðabótaskyldu sem kemur upp vegna verka eða skort þar á þess þriðja aðila í sambandi við þær heimildir sem þú veitir.

27. Vefsvæði; Efni utanaðkomandi aðila

Circle stefnir á að útvega nákvæmar og öruggar upplýsingar og efni á vefsvæði Circle, en þær upplýsingar gætu stundum verið rangar, ófullkomnar eða óuppfærðar. Circle mun uppfæra upplýsingarnar á Circle vefsvæðinu sem þörf þykir til að bjóða þér upp á nýjustu upplýsingarnar, en þú ættir ávallt að staðfesta þær upplýsingar sjálfstætt. Circle vefsvæðið gæti einnig haft hlekki á vefsvæði þriðja aðila, forrita, viðburða og annað efni (“efni þriðja aðila“) Slíkar upplýsingar eru gefnar þér til þæginda og hlekkir eða tilvísanir til efnis þriðja aðila er ekki á vegum eða stutt af Circle hvað varðar vörur og þjónustu. Circle er ekki skaðabótaskylt fyrir tapi sem kemur til vegna aðgerða í sambandi við upplýsinga sem fáanlegar voru á vefsvæði Circle eða í efni þriðja aðila.

Af og til munum við birta gagnlega hlekki eða greinar á okkar vefsvæði, en þú ættir að rannsaka þeirra uppruna sjálf(ur).

28. Takmarkað leyfi; IP réttindi

Við heimilum þér takmarkað, ekki einskorðað, og óflytjanlegt leyfi, háð þeim skilmálum þessa samnings, til að nálgast og notkunar þessarar þjónustu eingöngu fyrir samþykktan tilgang sem tilgreint er af Circle. Öll önnur notkun þjónustunnar er algerlega bönnuð. Circle og rétthafar áskilja sér öll réttindi þjónustunnar og þú samþykkir að þessi samningur gefi þér ekki nein réttindi áeða leyfi fyrir þjónustunni fyrir utan það takmarkaða leyfi sem nefnt var að ofan. Að undanskildu því sem sérstaklega er heimilað af Circle, samþykkir þú að ekki breyta, hnekkja, hanna, afrita, leigja, lána, selja, deila eða skapa afleiðslu byggða á þjónustunni, að öllu leyti eða hluta. Ef þú brýtur á einhverjum hluta þessa samnings, verður leyfi þitt til að fá aðgang að þjónustunni afturkallað eins og tilgreint er í þessum samningi. „Circle.com“, „Circle“, og öll myndmerki tengdar þjónustunni eru annaðhvort vörumerki eða skráð merki Circle eða þeirra leyfishafa. Þér er óheimilt að afrita, líkja eftir, eða nota þau án skriflegs leyfis frá Circle. Allur réttur, titill og hugðarefni inn og á vefsvæði Circle, allt efni þar inn á, þjónustan, og öll tækni og allt efni sem skapað er frá áðurnefndu er einskorðuð eign Circle og leyfishafa þess.

Við heimilum þér aðgang til notkunar á öllum okkar vörum og þjónustum, en við höldum okkar eignarrétti tengdum við þessar vörur og þjónustur.

29. Óskilamunir

Ef fjármagn er á Circle reikningi þínum, og að Circle hafi ekki getið náð sambandi við þig og hefur ekki skráð notkun þjónustu þinnar í nokkur ár, geta viðeigandi lög knúið Circle til að tilkynna það fjármagn sem óskilamuni til viðkomandi lögumdæmis. Ef slíkt gerist, mun Circle reyna finna þig á því heimilisfangi sem gefið er upp í okkar skráningu, en ef Circle getur ekki fundið þig, gæti það þurft að gefa það fjármagn til viðkomandi lögumdæmis sem óskilamuni. Circle áskilur sér rétt til að draga frá gjöld eða annan stjórnunarkostnað sem kemur til vegna óskilamuna, eins og tilgreint er í viðkomandi lögum.

Ef þú hefur ekki skráð þig inn í Circle reikning þinn í nokkur ár og við getum ekki náð sambandi við þig, gætum við þurft samkvæmt lögum að áætla að þú hafir yfirgefið reikning þinn og við þurft þá að millifæra upphæðina á aðila útnefndan af lögum.

30. Eftirfylgni laga

Þjónustan er háð reglugerðum um útflutningsstýringu, og með notkun þjónustunnar, segir þú að aðgerðir þínar eru ekki brot á slíkum útflutningstakmörkunum. Án takmarka um hið eftirfarandi, þá getur þú ekki notað þjónustuna ef (i) þú ert búsettur í, ríkisborgari eða fulltrúi Norður Kóreu, Súdan, Sýrlands, eða annars lands sem Bretland hefur sett á verslunarbann eða sambærileg höft á (“lokuð svæði“), eða (ii) þú ætlar að bjóða fram Bitcoin við þau lokuðu svæði.

31. Kvartanir

Ef þú hefur einhverjar kvartanir um okkar þjónustu getur þú fylgt okkar kvörtunarferli hér.

32. Ríkjandi lög; lagaumdæmi

Skilmálum þessa samnings er stjórnað af lögum Englands og Wales. Það þýðir að þessi samningur og þær deilur sem koma til vegna eða í tengslum við hann er stjórnað af lögum Englands og Wales. Þú samþykkir, sem neytandi, að dómskerfi þess svæðis sem þú ert búsettur á hefur ekki algert lögumdæmi.

Það þýðir, til dæmis, að ef þú ert búsettur á Írlandi, mátt þú færa málaferlið á Írlandi.

33. Heildarsamningur; réttur utanaðkomandi aðila

Misbrestur Circle á því að nota eða framfylgja slíkum réttindum eða þáttum samningsins mun ekki þýða afsal þeirra réttinda og þátta. Ef einhverjir þættir þessa samnings verða dæmdir fyrir rétti í hæfu lögumdæmi að vera ekki hægt að beita eða ógilda, verða þeir þættir takmarkaðir eða fjarlægðir að því tilskyldu að þessi samningur haldi að óbreyttu gildi sínu að öllu leyti og verði áfram virkur á milli aðila.

Titill og útskýringartexti eru til tilvísunar eingöngu og að engu leyti skilgreina, takmarka, túlka umfang þess hluta. Samningur þessi, þar með talið stefna Circle hvað varðar þjónustu skilgreinda þar í, friðhelgis stefna, vafraköku stefna og E-Sign samþykkt mynda heildarsamningi milli þín og Circle hvað viðkemur notkun þjónustunnar.

Þessi samningur er ekki ætlaður og skal ekki notaður til að skapa réttindi eða umbætur til annara aðila en þín og Circle og tengdra fyrirtækja Circle sem hver um sig verða utanaðkomandi aðilar sem bótaþegar þessa samnings, og engir aðrir einstaklingar fá réttindi sem utanaðkomandi aðilar sem bótaþegar.

Samingur þessi (ásamt friðhelgis stefnu, Vafraköku stefnu, og E-Sign samþykki) eru einu skjölin sem stjórna sambandi þínu við Circle. Ef einhver framtíðar dómsúrskurður álítur svo á að hluti samningsins sé óaðfararhæfur, eru aðrir hlutar samningsins enn í gildi.

34. Sértækar ráðstafanir landa & skýringar (síðast uppfært: 1. nóvember, 2017)

Þessi kafli inniheldur sértækar ráðstafanir landa og skýringar sem gilda eingöngu til viðskiptavina staðsetta í ákveðnum löndum sem tilgreind eru hér að neðan. Athugið að þessi Hluti 33 gæti verið uppfærður með aukalegum sértækum ráðstöfunum landa og skýringum eins og þörf krefst ef Circle býður upp á sýna vöru og þjónustu í því landi. Dagsetning slíkra uppfærsla sýnd í titli þessa Hluta 34, en gæti verið eða ekki verið sýnd í dagsetningu í upphafi þessa notendasamnings.

 • Ítalía - Smelltu hér til að sjá ítalska staðreyndablaðið.

Spurningar? Áhyggjuefni? Ábendingar?

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá [email protected] til að tilkynna einhver þau brot sem eiga sér stað á notendasamningi þessum eða til að spyrjast fyrir um þennan notendasamning og okkar þjónustu.

Yfirlit breytinga (1. nóvember 2017)

 • Sannvottun - Við gætum beðið þig að taka frekari skref til að staðfesta auðkenni þitt og sannvotta millifærslubeiðni.
 • Samskipti - Þú getur valið að fá yfirlit viðskipta þinna.   
 • Öryggi - Við höfum tilgreint þá skilmála hvaða varðar öryggisráðstafanir og tilkynningaskyldu ef við teljum að þínum reikningi sé stefnt í hættu. Við höfum einnig betrumbætt þá málavexti þar sem Circle er ábyrgt vegna óheimila viðskipta.
 • Frestun og lokun reiknings - Við höfum skilgreint þau ákvæði þegar við gætum þurft að frysta eða loka Circle reikning þínum.
 • Viðskiptatafir - Við höfum útskýrt frekari ástæður þess að hugsanlegar tafir verði á viðskiptum.
 • Umbætur - Við höfum uppfært okkar skilmála með dæmum ef við gætum þurft að gera breytingar á þessum notendasamning og munum útvega þér tilkynningu um slíkar breytingar. Kafli 31 endurskoðaður til að ná yfir tilvísanir í kvörtunarferlinu.