Print our EEA Privacy Policy

EES reglur varðandi friðhelgi

Síðast uppfært: 18 september 2017

Þessar reglur hvað varðar friðhelgi ná til Circle notenda innan evrópska efnahagssvæðisins (“EES“) Boðið er upp á þýðingu þessara friðhelgisreglna þér til þæginda og hægt að nálgast hana í gegnum valmöguleikann efst á þessari síðu.
 
Ef þú skráir þig inn á Circle á eða eftir 18 September 2017, tekur þessi friðhelgis stefna gildi samstundis. Ef þú skráðir þig inn á Circle fyrir 18 September 2017, tekur þessi friðhelgis stefna gildi þann 18 September 2017, og verður samningurinn í gildi til dagsetningar sem hægt er að finna hér.

Friðhelgis stefna þessi lýsir því hvernig Circle UK Trading Limited (“Circle”) safnar, notar, geymir, deilir og gætir upplýsinga þinna þegar þú notar Circle í gegnum okkar vefsvæði www.circle.com eða farsímaforrit Circle. Við vitum hversu mikilvægt friðhelgi er okkar notendum, því söfnum við eingöngu þeim upplýsingum sem við þurfum og deilum þeim ekki með utanaðkomandi aðilum nema það sé nauðsynlegt. Jafnvel innan Circle, er aðgangur að þínum persónuupplýsingum takmarkaður til þeirra starfsmanna sem þurfa þær upplýsingar til að meðhöndla þau málefni tengd reglufylgni, auðkennis staðfestingu, hindrun fjársvika og notendaþjónustu.

Circle (ásamt tengdum aðilum sem gætu meðhöndlað upplýsingar þínar) hlítir ESB-BNA friðhelgis ramma eins og útlistað er af viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna sem viðkemur söfnun, notkun og geymslu persónuupplýsinga færða frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. Circle hefur staðfest til viðskiptaráðuneytisins að það aðhyllist þeim friðhelgis lögmálum. Ef það er eitthvað deiluefni á milli skilmála þessa friðhelgis stefnu og þeim friðhelgis lögmálum, munu friðhelgis lögmálin ráða. Til að fræðast meira um friðhelgis lögmálið, og skoða okkar vottorð, vinsamlegast heimsækið https://www.privacyshield.gov/.

Í augnamiði Breskra gagnaverndunarlaga, er gagnastjórnandinn Circle UK Trading Limited skrifstofa skráð hjá White Collar Factory, 1 Old Street, London, EC1Y 8AF, UK.

Við gætum breytt þessari friðhelgis stefnu af og til. Þegar við uppfærum, látum við þig vita með því að breyta dagsetningunni hér að ofan. Ef það er stór uppfærsla, sendum við þér tilkynningu eða skráum tilkynningu um það á okkar vefsvæði. Ef þú hefur einhverjar spurningar um breytingar á friðhelgis stefnu, hafðu samband við Þjónustu.

Með því að nota heimasíðu Circle eða farsímaforrit, samþykkir þú þær stefnur sem eru innifaldar í þessum friðhelgisreglum.

1. Upplýsingar sem við söfnum

Það sem þú beinlínis útvegar fyrir okkur

Þegar þú stofnar Circle reikning, söfnum við nokkrum mikilvægum upplýsingum um þig eins og þitt nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, fæðingardag, lykilorð, skattnúmer eða sambærilegt (ef til staðar er) og þær upplýsingar sem þú útvegar okkur beint í gegnum okkar vefsvæði eða farsímaforrit.

Ef þú vilt tengja við debetkort, kreditkort eða gildandi reikning, þurfum við að fá kortanúmerið eða IBAN/BIC númer og viðeigandi upplýsingar reiknings. Þar sem Circle bætir við fleirum viðbótum, gætir þú þurft að bæta við upplýsingar þínar.

Af og til biðjum við þig að gefa okkur frekari upplýsingar til að staðfesta auðkenni þitt eða til að uppfylla skyldur samkvæmt lögum og reglum. Þú verður beðin(n) um að útvega slíkar upplýsingar, þegar það þykir nauðsynlegt.

Ef að Circle samrýmist öðru stýrikerfi, gætir þú af og til þurft að heimila Circle aukaupplýsingar sem viðkemur slíku stýrikerfi (eða heimila stýrikerfinu aðgang að upplýsingum sem þú hefur þegar gefið Circle). Til dæmis, ef Circle kemur af stað samræmingu við stýrikerfi samfélagsmiðils, myndir þú hafa valmöguleika á að tengja reikning þinn við það stýrikerfi við Circle í þeim tilgangi að hagræða skráningarferlinu, fjölga tengiliðum eða í öðrum tilgangi.

Með því að útvega persónugögn af einhverjum einstaklingi (öðrum en þér sjálfum) til okkar með notkun þjónustunnar, samþykkir þú að hafa fengið leyfi frá þeim einstaklingi til að gefa upp þeirra persónugögn til notkunar og söfnunar.

Hvað er sjálfkrafa safnað

Sumum upplýsingum er sjálfkrafa safnað þegar þú notar Circle. Þessar upplýsingar gera okkur kleift að bjóða upp á svalar nýjungar, auðvelda notendaþjónustu okkar og aðstoða okkur við að verja reikning þinn. Þessar upplýsingar innihalda:

 • Upplýsingar tækis. Við söfnum upplýsingum um tæki þitt, þar með talið tegund tækis (tölva, iPhone eða Android), stýrikerfi, farsímanúmer, tegund vafra og tungumál, og kenni tækisins (líkt og IMEI og MAC addressa).
 • Upplýsingar um staðsetningu. Með þínu leyfi, sækjum við staðsetningu tækis þíns svo við getum boðið upp á eiginleika tengda staðsetningu þinni t.d. tækifæri til að senda upphæð á nálæga Circle notendur.
 • Tengiliðir. Til að auðvelda sendingu fjárs til tengiliða þinna, getum við - með þínu leyfi - safnað upplýsingum frá tengiliðaskrá símans þíns eða öðrum skrám sem þú getur heimilað okkur aðganga að (til dæmis, vinalista Facebook reiknings þíns).
 • Myndir, myndbönd & aðrir miðlar. Ef þú vilt hengja við myndir, myndbönd eða aðra miðla við greiðslur þínar, greiðslubeiðnir eða önnur samskipti í gegnum Circle, þá þurfum við aðgang að myndum í síma þínum. Þær myndir, myndbönd og aðrir miðlar sem þú hengir við mun vera geymt og aðgengilegt í Circle, en við munum aldrei hlaða niður neinum myndum, myndböndum eða öðrum miðlum frá síma þínum sem er ekki hengt við greiðslur, greiðslubeiðnir eða önnur samskipti í gegnum Circle.
 • Innihald skilaboða. Ef þú innifelur skilaboð með greiðslum þínum, þá er innihald skilaboðanna geymt og aðgengilegt í Circle.
 • Viðskipti. Við söfnum upplýsingum um greiðslur eins og upphæðir, dagsetningu, tíma, viðtakanda hverrar greiðslu.
 • Vafrakökur. Líkt og flest farsímaforrit og vefsíður, notum við vafrakökur. Vafrakökur eru litlar efniskrár sem við setjum í tækið þitt sem heimila okkur að auðkenna þig sem Circle notenda og bjóða upp á sérsniðna Circle upplifun. Við notum bæði tímabundnar og varanlegar vafrakökur þegar þú opnar vefsíðu eða efni okkar. Tímabundnar vafrakökur renna út og gilda ekki lengur þegar þú skráir þig út af reikningi þínum eða lokar vafranum. Vafrakökur sem endast lengur, kenndar sem varanlegar kökur, gilda áfram í vafra þínum þangað til að þú þurrkar þær út eða þegar þær renna út. Þú getur alltaf neitað vafrakökum okkar á vafra þinn og aukabúnað, en það getur valdið truflunum í notkun þinni á Circle. Hjálpartæki flestra vafra og aukabúnaðar gefa upplýsingar um hvernig eigi að blokka, eyða eða ógilda vafrakökur.

2. Verja upplýsingar þínar

Í gegnum þessa stefnu, notum við hugtakið „persónulegar upplýsingar“ til að lýsa upplýsingum sem tengjast þér eða er hægt að kenna við þig. Við teljum að upplýsingar sem eru óauðkenndar séu ekki persónulegar upplýsingar.

Við verjum upplýsingar þínar með því að nota áþreifanlegar, tæknilegar og stjórnunar öryggisráðstafanir til að takmarka áhættu á tapi, misnotkun, óheimiluðum aðgangi, afhjúpun og breytingum. Sumir öryggisþátta okkar eru eldveggir og gagnadulkóðun, áþreifanlegar aðgangsstýringar inn á okkar gagnagrunn, og stýring heimilda á upplýsingum. Til að geta betur gætt þinna upplýsinga og notað þær í samræmi við þessa notendaskilmála, verða sumar persónuupplýsingar stundum geymdar hjá viðskiptafélögum okkar og þjónustuveitendum. Allir okkar áþreifanlegu, rafrænu og tæknilegur öryggisþættir eru hannaðir til að fullnægja lögum og reglugerðum.

Gögnin sem við sækjum frá þér verða send til og geymd á staðsetningu í Bandaríkjunum og gætu verið send til og/eða geymd á öðrum stöðum utan evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þau gætu einnig verið meðhöndluð af starfsliði sem starfar fyrir okkur utan EES eða hjá einum af okkar þjónustuveitendum (þar með talið fyrirtækjum tengdum Circle). Þetta starfslið gæti verið tengt okkar stefnu við að þjónusta og/eða meðhöndla upplýsingar þínar. Með því að gefa okkur persónuupplýsingar, samþykkir þú sendingu, geymslu, eða meðhöndlun gagnanna. Við tökum öll viðeigandi skref til að tryggja að gögnin þín séu örygg og í samræmi við notendaskilmála þennan. Aðrir aðilar gætu verið staðsettir í öðrum löndum þar sem lög um meðhöndlun persónuupplýsingar gætu verið ótryggari en í þínu heimalandi.

3. Hvernig við notum þínar persónuupplýsingar

Við söfnum öllum þessum upplýsingum svo við getum útvegað þér örugga og einfalda leið til að fá og senda greiðslur. Upplýsingarnar sem við söfnum leyfir okkur að:

 • Bjóða upp á alla þætti greiðslu og virkni Circle vörunnar;
 • Vera í sambandi við þig - vegna notendaþjónustu okkar, tilkynna þér skemmtilega nýja eiginleika sem við höfum bætt við farsímaforrit, eða bjóða upp á öryggisþætti og eiginleika;
 • Staðfesta auðkenni þitt svo við getum komið í veg fyrir fjársvik og óheimilaðan aðgang;
 • Betrumbæta Circle eða bæta við nýjum vörueiginleikum með því að greina notendastefnur;
 • Persónugera Circle reynsluna með því sameina eiginleika vörunnar við hluti sem við teljum að þú hafir sérstakan áhuga á; og
 • Uppfylla alla aðra þætti fyrir tilgang upplýsingasöfnunarinnar.

Við munum aldrei selja eða leigja út þínar persónuupplýsingar til þriðja aðila. Við gætum sameinað þínar upplýsingar við aðrar upplýsingar sem við söfnum frá öðrum fyrirtækjum til að nota og bæta okkar þjónustu, sem og okkar efni og auglýsingar.

4. Hvernig við deilum þínum persónuupplýsingum

Að deila til þriðja aðila

Til að geta boðið þér upp á Circle vöruna og standa við okkar skuldbindingar við lög og reglugerðir, gætum við þurft að deila upplýsingum sem við söfnum eins og tilgreint er hér fyrir neðan:

 • Ef þú tengir við debetkort, kreditkort eða gildandi reikning, munum við deila þeim upplýsingum með okkar bankaaðilum svo við getum framkvæmt greiðslur. Til að gera skráningu viðbótar reiknings eins auðvelda og auðið er, hófum við samstarf við Plaid Technologies, Inc. (“Plaid“), sem gætu fengið þínar reikningsupplýsingar á meðan sú framkvæmd stendur yfir. Allar upplýsingar deildar með Plaid verða meðhöndlaðar í samræmi við Plaids eigin friðhelgis stefnu, sem hægt er að nálgast hjá https://plaid.com/privacy. Við gætum einnig þurft að deila þínum upplýsingum með þinni eigin bankastofnun til að auðkenna og ljúka við millifærslu.
 • Til að koma í veg fyrir fjársvik, gætum við stundum þurft að deila þínum upplýsingum til auðkenningarþjónusta. Þetta staðfestir þitt auðkenni til okkar, með því að bera saman upplýsingar sem þú býður okkur við gagnagrunna annara aðila. Þetta getur innifalið leit hjá rafrænum þjónustum líkt og kortafyrirtækjum, en við munum ekki gera það á þann hátt að það gæti haft neikvæð áhrif á lánstraust þitt.
 • Til að geta bætt virkni Circle, munum við stundum deila upplýsingum með þjónustuveitum sem aðstoða okkur að greina hvernig fólk notar forritið. Þetta leyfir okkur að bæta eiginleika sem eru vinsælir eða eyða þeim eiginleikum sem fólk notar ekki.
 • Sem reglubundin fjárhagsstofnun, gætum við þurft að deila þínum upplýsingum til löggæslu eða stjórnvalda. Við munum eingöngu gera slíkt þegar við erum knúin til þess með sértækri reglugerð, stefnu, dómsskipun eða formlegri beiðni, eða við trúum því í einlægni að slík deiling komi í veg fyrir líkamstjón, fjárhagstjón, eða er tengt ólöglegri starfssemi.
 • Circle leyfir þér að senda og fá til þín peninga frá viðskiptavinum þjónustufyrirtækja Circle, þar með talið Circle Internet Financial, Inc og Circle Payments, LLC í Bandaríkjunum. Til að ljúka þessum viðskiptum, gætum við þurft að deila upplýsingum þínum um reikning þinn til annara Circle fyrirtækja til að ljúka við þau viðskipti og til að uppfylla skyldur samkvæmt lögum og reglum.
 • Af og til, Circle mun vera í sambandi við önnur fyrirtæki (“viðskiptafélagar“) til að heimila þér að senda og fá greiðslur til einstaklinga sem eru viðskiptavinir þeirra viðskiptafélaga en ekki Circle. Til að ljúka við þessi viðskipti, þurfum við að deila upplýsingum varðandi reikning þinn (sem og nafn, netfang, símanúmer og fæðingardag) til viðeigandi viðskiptafélaga svo þeir geti uppfyllt þeirra skyldur samkvæmt lögum og reglum. Upplýsingar þínar verða eingöngu deildar með þeim viðskiptafélögum sem eru í beinum tengslum við viðskiptavini slíkra félaga.
 • Til að ljúka við fjárhagslega, tæknilega og lagalega endurskoðun annarra aðila á starfsemi Circle, þurfum við að deila upplýsingum um þinn reikning sem hluta af slíkri skoðun.
 • Ef Circle sameinast við eða verður keypt af öðru fyrirtæki, munu þeir hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þú hefur útvegað okkur. Ef slíkt gerist, þá krefjumst við þess að hinn nýi aðili fylgi skuldbindingum þessa sáttmála og mun tilkynna þér ef breytingar verða.
 • Circle mun deila þínum upplýsingum með Circle Internet Financial, Inc (eining staðsett í BNA), Circle Internet Financial Trading Company Limited (eining staðsett í Írlandi) og öðrum einingurm tengdum Circle til að geta útvegað þér bestu mögulegu vöru og þjónustu.
 • Við munum deila þínum upplýsingum með utanaðkomandi aðilum ef þú sérstaklega óskar þess.

Deila með öðrum Circle notendum

Til að Circle greiðslur innifela meira í sér en eingöngu senda pening frá A til B, munum við deila viðbótar upplýsingum með öðrum Circle notendum, en eingöngu eins mikið og þú heimilar okkur.  Athugaður að allar upplýsingar sem þú útvegar til einhvers (í gegnum greiðslu, greiðslubeiðni eða slíkt) getur ávalt verið deilt af þeim til annara - svo farðu varlega.  Þessar upplýsingar innihalda:

 • Lýsing viðskipta. Að nefna það augljósa, þegar þú sendir einhverjum greiðslu eða greiðslubeiðni, munu þeir fá nákvæma lýsingu þeirra viðskipta, þar með talið upphæðina, gjaldmiðil, dagsetningu, tíma og einstakt viðskipta ID númer.
 • Skilaboð & myndir Ef þú bætir skilaboðum, myndum, myndböndum eða öðru miðlum við greiðslu, greiðslubeiðni eða önnur samskipti í gegnum Circle, verða þær upplýsingar sýnilegar þeim einstaklingum sem fengu greiðsluna eða greiðslubeiðnina (ásamt þjónustufólki Circle). Tekið skal fram að viðtakandi skilaboða og mynda (eða annara miðla) geta einnig vistað þau - því skaltu ekki senda neitt sem þú vilt ekki deila opinberlega.
 • Auðkenni þitt & mynd. Til að aðrir Circle notendur geti átt samskipti við þig (senda og fá pening, beðið um pening, osfrv.) þurfa þeir að sjá þitt fullt nafn Ef þú hleður inn sjálfsmynd eða sjálfsformi inn á reikning þinn, verður það sýnilegt öðrum Circle notendum. Ef Circle bætir við frekari eiginleikum sem heimila þér að deila öðrum persónuupplýsingum, er hægt að deila þeim upplýsingum ef þú svo kýst.
 • Staðsetning. Ef þú hefur virkjað staðsetningu í stillingum þínum, þá er staðsetningin sem greiðslan var framkvæmd sýnilegt viðtakanda. Einnig leyfir þetta öðrum notendum til að notfæra sér „nálægir notendur“ stillinguna, sem auðveldar þeim að senda þér greiðslu ef þú ert nálæg(ur) og ekki á þeirra tengslalista.
 • Staða & gjaldmiðill. Aðrir Circle notendur gætu séð að þú hafir Circle reikning. Þá vita þeir að hægt sé að senda þér greiðslu og þú munt fá hana samstundis án þess að hafa fyrst sett upp Circle reikning. Aðrir Circle notendur gætu einnig séð hvaða gjaldmiðil þú hefur valið sem þinn sjálfgilda gjaldmiðil. Það auðveldar þeim að senda þér rétta upphæð og þann gjaldmiðil sem verður þér afhentur.
 • Almenn deiling viðskipta. Í framtíðinni, gæti Circle heimilað notendum þann eiginleika að deila ákveðnum upplýsingum greiðslna í gegnum almennt kerfi eða samskiptamiðla. Þær upplýsingar gætu verið sendandi, viðtakandi, dagsetning og tími viðskipta, sjálfsform, staðsetning, miðill eða aðrar upplýsingar tengdar viðskiptunum. Ef sá eiginleiki er virkur, gætir þú ákveðið hvaða upplýsingar þú deilir í stillingum reiknings þíns.
 • Aðrar upplýsingar. Þar sem við bætum við frekari eiginleikum, gæti verið hægt að deila frekari upplýsingum til Circle notenda. Ef þessir nýju eiginleikar þarfnast deilingar á persónuupplýsingum, munum við ávallt þurfa þitt leyfi fyrst og gera okkar besta svo þú getur ógilt þá eiginleika í þínum stillingum. Við útvegum öðrum Circle notendum upplýsingar ef þú sérstaklega óskar þess að deila slíkum upplýsingum.

5. Skaðabótaskylda vegna viðskipta og utanaðkomandi aðila

Circle gætir þess að viðskiptavinir á EES fái tilkynningu af tilgangi þess sem við sækjum og notum þínar persónuupplýsingar, tegund og auðkenni utanaðkomandi aðila sem við deilum þeim upplýsingum með, ákveðin friðhelgiréttindi notenda (eins og réttur til að nálgast þínar persónuupplýsingar og valmöguleiki þinn til að takmarka notkun og sýnd þinna persónuupplýsinga), og hvernig eigi að hafa samband við Circle um okkar starfssemi sem tengist þínum persónuupplýsingum.

Fyrir frekari upplýsingar um þessi efni, sjáið Hluta 3 og 4, fyrir ofan (“Hvernig við notum þínar upplýsingar“ og „hvernig við deilum þínum upplýsingum“), sem og Hluti 6 og 7, fyrir neðan (“Breyta og eyða þínum upplýsingum“ og „Kvartanir“).

Circle gætir þess að óheimil notkun utanaðkomandi aðila og, ef ábyrg, við gætum verið skaðabótaskyld fyrir þeim skaða.  Einnig leggjum við mikið á okkur til að tryggja friðhelgi starfsmanna, þar með talið að hindra utanaðkomandi aðila að nálgast persónuupplýsingar og takmarka þann tilgang sem er ósamrýmanlegur þeim tilgangi sem upprunalega var safnað eða síðar heimilað af starfsmönnum.

6. Breyta eða eyða þínum upplýsingum

Ef þú þarft að bæta við eða breyta upplýsingum, getur þú skráð þig inn á Circle reikning þinn og breytt í þínum stillingum þar. Ef það lítur út fyrir að þú getur ekki framkvæmt þær breytingar á eigin vegum, hafðu samband við Þjónusta og við leysum vanda þinn.

Ef þú vilt loka Circle reikningi þínum, skaltu vita að sem eftirlitsskyld fjármálastofnun þurfum við að geyma ákveðnar upplýsingar sem þú gafst okkur í nokkur ár.

7. Aðgangur að upplýsingum

Ef þú vilt vita hvaða upplýsingar um þig við geymum, athugaðu þá flokka skráða hér að neðan. Í samræmi við viðeigandi lög, hefur þú rétt á að nálgast þær persónuupplýsingar við geymum, þetta er gert með að senda inn beiðni til [email protected]. Við gætum beðið þig að staðfesta þitt auðkenni og um frekari upplýsingar varðandi beiðni þína.

8. Þín réttindi

Þú hefur rétt á að biðja okkur um að ekki nota þín persónugögn í markaðstilgangi með því að hafa samband við okkur hjá [email protected]. Okkar þjónusta gæti innifalið hlekki til og frá á vefsvæði viðskiptafélaga okkar, auglýsenda og tengdra aðila.  Ef þú eltir hlekk inn á eitthvað af þessum vefsvæðum, vinsamlegast athugið að þessi vefsvæði hafa sínar eigin friðhelgis stefnur og að við getum ekki ábyrgst neitt fyrir þeirra hönd.  Athugið þessar stefnur áður en þú gefur upp einhverjar persónuupplýsingar til þessara vefsvæða.

9. Kvartanir

Í samræmi við ESB-BNA friðhelgis lögmálið, skuldbindur Circle þess að leysa kvartanir um okkar þjónustu eða notkun þinna persónuupplýsinga.  Einstaklingar í Evrópusambandinu með fyrirspurnir eða kvartanir varðandi okkar friðhelgis lögmál ættu fyrst að hafa samband við Circle hjá [email protected].

Circle hefur skuldundið sig frekar til að áframsenda opin deilumál um friðhelgis lögmálið til upplýsingarráðuneytis (“ICO“), annan aðila til að leysa deilur og staðsett er í Bretlandi. Circle er skráð hjá ICO með skráningarnúmer ZA176325. Ef þú færð ekki tímanlega staðfestingu af kvörtun þinni frá okkur, eða að við höfum ekki fundið ásættanlega úrlausn vinsamlegast hafðu samband eða heimsæktu ICO hjáhttps://ico.org.uk/ fyrir frekari upplýsingar um hvernig eigi að senda inn kvörtun. Þjónusta ICO er þér að kostnaðarlausu.

10. Friðhelgi barna

Því miður, ef þú ert undir 13 ára aldri, getur þú ekki notað Circle. Því munum við ekki vitandi safna og deila upplýsingum frá neinum undir 13 ára aldri. Ef við komumst að því að barn undir 13 ára aldri hefur útvegað okkur persónulegar upplýsingar, eyðum við þeim samstundis.

11. Spurningar?

Ef þú hefur frekari spurningar um þessa friðhelgis stefnu, vinsamlegast hafðu samband við Þjónustu.