E-Sign samþykki

Síðast uppfært: 18. október, 2016

Gætið þess að samþykki þitt á rafrænni dreifingu upplýsinga er nauðsynlegt til að stofna reikning eða til notkunar á þjónustu (eins og tilgreint er í þessum notendasamningi). Ef þú getur ekki samþykkt slíkt, getur þú ekki stofnað reikning. Þegar þú hefur opnað reikning getur þú afturkallað samþykki þitt á rafrænni dreifingu upplýsinga hvenær sem er og fengið pappírssamskipti eins og tilgreint er hér að neðan.

Þessi E-Sign samþykkt gildir til allra samskipta og/eða skýringa sem Circle er lagalega skylt að útvega þér skriflega í sambandi við reikning þinn og viðkomandi vörur og þjónustu (“Samskipti“). Þessi E-Sign samþykkt bætir við og skal vera túlkuð í samræmi við skilmála sem er innifalinn í notendasamningnum (“Notendasamningur“).

1. Umfang Þegar þú notar þjónustuna, samþykkir þú að við megum útvega þér öll samskipti í rafrænu formi, og að við getum hætt að senda þér pappírspóst til þín, nema og þangað til að þú afturkallir samþykki þitt eins og lýst hér að neðan. Samþykki þitt til að fá send rafræn samskipti og viðskipti innifelur, en er ekki takmarkað af:

2. Samskiptamáti. Öll samskipti sem við eigum við þig í rafrænu formi verður útvegað í gegnum tölvupóst, sent í gegnum Circle vefsvæði (www.circle.com), eða í gegnum aðra rafræna samskiptamáta eins og farsímatilkynningar eða textaskilaboð.

3. Kröfulýsing vélbúnaðar Til að geta nálgast, skoðað, og haldið rafrænum samskiptum sem við bjóðum þér upp á, verður þú að hafa eftirfarandi hugbúnað og vélbúnað:

4. Uppfæra upplýsingar þínar. Það er á þinni ábyrgð að útvega okkur með rétt og nákvæmt netfang, tengiliða upplýsingar, og aðrar upplýsingar sem tengdar eru þessu E-Sign samþykki og þínum reikningi, haltu þeim upplýsingum uppfærðum. Þú getur uppfært þínar upplýsingar með því að skrá þig inn á reikning þinn eða með að senda skriflega tilkynningu til [email protected]

5. Draga til baka samþykki. Þú getur dregið til baka samþykki þitt um rafræn samskipti hvenær sem er með því að senda okkur skriflega beiðni á netfangið [email protected] Afturköllun þess samþykkis um rafræn samskipti mun taka gildi eftir að Circle hefur haft eðlilegan tíma til að meðhöndla beiðni þína. Afturköllun þess samþykkis um rafræn samskipti mun líklega þýða lokun á reikningi þínum.

6. Skrifleg samskipti. Öll okkar rafrænu samskipti til þín eru skilgreind sem „skrifleg“ og hafa sömu merkingu og gildi líkt og pappírssamskipti. Þú ættir að prenta eða hala niður afriti af þessu E-Sign samþykki og öllum öðrum samskiptum sem eru þér mikilvæg. Þú staðfestir og samþykkir að samskipti eru talin móttekin af þér innan 24 tíma eftir sendingu á vefsvæði Circle (www.circle.com), eða innan 24 tíma frá sendingu tölvupósts til þín nema að Circle fái tilkynningu um það að tölvupósturinn hafi ekki verið móttekinn.

7. Almennt. Circle áskilur sér rétt, að okkar eigin mati, til að afturkalla rafrænan samskiptaþjónustu, eða eyða eða breyta þeim skilmálum sem Circle útvegar rafræn samskipti. Circle tilkynnir þér ef slíkar breytingar verða eins og tilgreint er í lögum.